Orð dagsins 26. ágúst 2008.

Flestar tegundir húðkrema („bodylotion“) innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS). Í könnuninni voru skoðaðar 10 tegundir húðkrema. Níu þeirra innihéldu ilmefni. Í 6 tilvikum var þar um að ræða tilkynningarskyld efni sem vitað er að geta valdið ofnæmi. Sex tegundir innihéldu parabena, sem taldir eru geta haft hormónatruflandi áhrif. Einnig fundust umhverfisskaðleg efni í 6 tegundum, þ.á.m. efnið cyclopentasiloxan, sem er skaðlegt vatnalífverum. Aðeins ein tegund var laus við efni með þekktum aukaverkunum, en í þeirri tegund var þó ótilgreint ilmefni. Með því að velja svansmerktar vörur eru neytendur að mestu lausir við áhættu af þessu tagi.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 22. ágúst sl.
og frétt á heimasíðu Svansins í Danmörku 25. ágúst

Birt:
Aug. 26, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Flest húðkrem varasöm“, Náttúran.is: Aug. 26, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/08/27/flest-huokrem-varasom/ [Skoðað:Jan. 23, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 27, 2008

Messages: