Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.
 
Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd og 35,6% nokkuð meiri.


Þessi niðurstaða er áminning til ráðamanna um að stjórnmálaflokkarnir geri skýra grein fyrir áformum sínum varðandi verndun náttúru landsins, virkjanir, uppbyggingu álvera, vegagerð á hálendinu, samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda og fræðslu til almennings um umhverfismál, svo dæmi séu tekin.

Spurt var: Telur þú að stjórnmálaflokkarnir eigi almennt að leggja meiri eða minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál? Fjöldi svarenda var 800 og af þeimi tóku 742 eða 92,8% afstöðu. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 12. febrúar.

Sjá könnun Capacent Gallup í pdf-skjali.

Birt:
Feb. 22, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „75% kjósenda vilja að flokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál“, Náttúran.is: Feb. 22, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/03/16/kjosendur_meiriahersla_umhverfismal/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 29, 2007

Messages: