10. landsráðstefnan um Staðardagskrá 21 verður haldin nú um helgina 8.-9. febrúar að Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnuhald hefst kl. 13:30 fyrri daginn með ávarpi umhverfisráðherra og lýkur kl. 12:15 síðari daginn.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Sjálfbær þróun, betri heilsa og ný störf“. Á fyrri degi ráðstefnunnar verður fjallað um tengsl umhverfis og heilsu. Meðal fyrirlesara þann dag verður Espen Koksvik frá norska umhverfisráðuneytinu, en hann mun m.a. veita innsýn í norsk og norræn verkefni og rannsóknir á mikilvægi útivistar fyrir andlega heilsu. Einnig verður fjallað um útivist sem úrræði, um áhrif skipulags á útivist og heilsu og um upplifun og fræðslu í náttúrunni.

Síðari daginn er ætlunin að leita svara við spurningunni „Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf“. Haldin verða fimm framsöguerindi um þessa tilteknu spurningu, og dagskránni lýkur síðan með pallborðsumræðum fulltrúa stjórnmálaflokkanna. Náttúran.is mun vera með kynningu á þjónustunni á vefnum á meðan á ráðstefnunni stendur.

Dagskrá ráðstefnunnar og erindi:


Kl. Föstudagur 8. febrúar
13.30

Setningarávarp

  Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra
13.40 Undirritun Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar
13.50 Ávarp
  Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
   
  I. hluti - Tengsl umhverfis og heilsu - almennt
14.00 Umhverfi, náttúra, útivist, heilsa
  Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar á Lþðheilsustöð
14.15 Friluftsliv og psykisk helse (Útivist og geðheilsa)
  Espen Koksvik, Umhverfisráðuneyti Noregs
14.45 Fyrirspurnir og umræður
   
15.00 Kaffihlé
   
  II. hluti - Útivist sem úrræði?
15.15 Mikilvægi hreyfingar og mataræðis fyrir heilsuna
  Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ í Hveragerði
15.35 Hálendisferðir sem úrræði
  Haraldur Sigurðsson, hópstjóri í Hálendishópnum, ÍTR
15.55 Mikilvægi útivistar og hreyfingar fyrir geðheilsu manna
  Martha Ernstdóttir, sjúkraþjálfi
16.15 Útivist sem úrræði í sálgæslu
  Hulda Guðmundsdóttir, guðfræðingur, Fitjum í Skorradal
   
  III. hluti - Upplifun og fræðsla í náttúrunni
16.35 Náttúrufræðsla til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir
  Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfislandfræðingur
á Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi
16.55 Að upplifa og þroskast í náttúrunni
  Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við KHÍ
   
  IV. hluti - Áhrif skipulags á útivist og heilsu
17.15 Skipulag útisvæða og áhrif þess á heilsu manna
  Anna María Pálsdóttir, MSc Landslagsarkitektúr/Náttúra, heilsa og gróður,
aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU), Alnarp
17.35

Hvernig getur skipulag stuðlað að bættri heilsu almennings?
- Aðgengi að náttúru í þéttbýli

  Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur, Alta ehf.
   
19.00 Kvölddagskrá
  Fordrykkur í boði umhverfisráðherra
Kvöldverður á Hótel Örk
Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf?
Ávarp Halldórs Halldórssonar, formanns stjórnar
Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar
Önnur undirbúin og óundirbúin atvik, m.a.:
Einu sinni var - Saga af upphafinu á Egilsstöðum
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ildi ehf.

 

Kl.

 

Laugardagur 9. febrúar

  V. hluti - Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf?
09.00 Sjálfbær í Nýsköpunardal við Þróunarfjörð
  Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
09.25 Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf?
 

Rögnvaldur J. Sæmundsson, dósent og forstöðumaður
Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum

09.50 Kaffihlé
10.10 Sjálfbær ferðaþjónusta sem atvinnuskapandi afl
  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
10.35 Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf?
  Árni Jósteinsson, atvinnuráðgjafi hjá Bændasamtökum Íslands
og umsjónarmaður átaksverkefnisins „Sóknarfæri til sveita“
   
  VI. hluti - Pallborðsumræður
11.00 Pallborðsumræður fulltrúa stjórnmálaflokka um spurninguna
„Hvernig getur sjálfbær þróun skapað ný störf?“
m.a. með hliðsjón af erindum morgunsins
  Höskuldur Þórhallsson, (B)
NN, (F)
Dofri Hermannsson, (S)
Kjartan Ólafsson, (D)
Kolbrún Halldórsdóttir, (V)
  Pallborðsstjóri: Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur
12.00

Samantekt og ráðstefnuslit

  Danfríður Skarphéðinsdóttir, formaður Stþrihóps Sd21 á Íslandi
12.15 Ráðstefnuslit
   
ATH:

Gert er ráð fyrir svigrúmi til stuttra spurninga úr sal
í lok hvers erindis í hlutum II-V.

Ráðstefnustjórar:
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Guðmundur Þór Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar

 

Ráðstefnugjald er kr. 6.000 og verða reikningar sendir út að ráðstefnu lokinni. Kaffiveitingar eru innifaldar. Námsmenn fá 50% afslátt.

Vakin er athygli á ferðum áætlunarbíla Þingvallaleiðar til Hveragerðis frá BSÍ kl. 12.30 föstudaginn 8. febrúar og til baka frá Hveragerði kl. 13.10 laugardaginn 9. febrúar. Verð er kr. 1.050 aðra leiðina skv. upplýsingum frá BSÍ.

Þátttakendur fá sérkjör á fæði og gistingu á Hótel Örk. Gisting og matur kostar skv. því kr. 11.400. Innifalin er gisting eina nótt í eins manns herbergi, morgunverður og þríréttaður kvöldverður á föstudeginum.

Skrá þarf þátttöku í ráðstefnunni í síðasta lagi föstudaginn 25. janúar 2008. Eftir þann tíma er gisting ekki tryggð. Skráningar berist á netfangið ragnhildur@environice.is eða í síma 437-2311.

Birt:
Feb. 7, 2008
Höfundur:
Staðardagskrá 21
Tilvitnun:
Staðardagskrá 21 „Ráðstefna um sjálfbæra þróun“, Náttúran.is: Feb. 7, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/01/16/raostefna-um-sjalfbaera-throun/ [Skoðað:May 28, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Jan. 16, 2008
breytt: Feb. 7, 2008

Messages: