Orð dagsins 15. apríl 2008

Í gær þrefaldaðist fjöldi svansmerktra veitingastaða í Svíþjóð þegar 9 veitingahús á vesturströndinni fengu afhentar staðfestingar á að þau hefðu staðist umhverfiskröfur Norræna svansins. Samstarf veitingahúsanna þykir sérstakt, þar sem þau eru nokkuð dreifð landfræðilega og höfðu engin sérstök tengsl fyrir, að öðru leyti en því að fyrirtækið Diskteknik
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð í gær
og kynnið ykkur viðmiðunarkröfur Svansins fyrir veitingastaði sá þeim öllum fyrir svansmerktum hreinsiefnum. Það var einmitt Diskteknik sem átti hugmyndina að því að veitingahúsin 9 myndu vinna sameiginlega að svansvottun. Til að fá slíka vottun þurfa veitingahús m.a. að bjóða upp á lífrænar, réttlætismerktar og staðbundnar matvörur á matseðlinum, auk þess sem draga þarf úr orkunotkun, hætta að nota umhverfisskaðleg hreinsiefni, flokka úrgang og draga úr óþörfum flutningum.

Birt:
April 15, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Svansmerkt veitingahús í Svíþjóð“, Náttúran.is: April 15, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/04/15/oro-dagsins-15-april-2008/ [Skoðað:Feb. 28, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: