Norðurljósaspá fyrir laugardagskvöld 03/16/2013

Líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni. Bestu aðstæðurnar eflaust á Suðurlandi og í uppsveitum suðvestan og vestanlands. Léttskýjað að mestu sunnantil á landinu og á Vesturlandi. Vestast á landinu gæti þó háskýjaslæða legið yfir um tíma. Búast má við skýjabakka við sjávarsíðuna á Norðurlandi vestra, en víða léttskýjað inn til landsins. Skýjabakki verður um tíma yfir Vestfjörðum í kvöld og fram á nótt, einkum á sunnanverðum Vestfjörðum, en annars fremur léttskýjað. Á Norðurlandi Eystra og Austurlandi er búist við ...

Líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni. Bestu aðstæðurnar eflaust á Suðurlandi og í uppsveitum suðvestan og vestanlands. Léttskýjað að mestu sunnantil á landinu og á Vesturlandi. Vestast á landinu gæti þó háskýjaslæða legið yfir um tíma. Búast má við skýjabakka við sjávarsíðuna á Norðurlandi vestra, en víða léttskýjað inn til landsins. Skýjabakki verður um tíma yfir Vestfjörðum í kvöld ...

Fréttatilkynning Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar

Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).

Í yfirlitinu segir að fyrstu ellefu ár aldarinnar (2001 til 2011) séu öll í hópi hlýjustu ára sem vitað sé um frá því að mælingar hófust og að ekki sé annað að sjá en að svipað verði ...

Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir málþingi um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna föstudaginn 16. nóvember 2012 kl 15-17. Málþingið fer fram í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá:

  • 15:00 Orsakavaldar loftslagsbreytinga fyrr og nú: Jón Egill Kristjánsson, prófessor við Oslóarháskóla
  • 15:30 Áhrif hnattrænna loftlagsbreytinga á jökla og sjávarborð: Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ...

Samfelldar mælingar á styrk CO2 (koltvísýrings) í lofthjúpnum hófust árið 1957 á Suðurskautslandinu (suðurpólnum) og árið 1958 á Mauna Loa á Hawaii. Þessar mælingar sýndu fljótlega að styrkur CO2 í lofti jókst ár frá ári og var aukningin sambærileg í hitabeltinu og á suðurpólnum.

Við upphaf mælinga var styrkurinn um 315 ppm en árið 2010 var hann orðinn um 390 ...

Um klukkan 17:30 í dag (21. maí 2011) tók að mælast aukinn órói með upptök í eða nálægt Grímsvötnum. Gos er nú hafið í Grímsvötnum.  Úr flugvél sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og í 18- 20000 feta hæð sást mökkur en hann sést nú allt frá Egilsstöðum og til Selfoss. Ekki er gert ráð fyrir að ...

Nýtt efni:

Messages: