Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum 04/21/2015

Garðyrkjuskólinn að Reykjum verður opinn fyrir gesti og gangandi. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

 • Glæný uppskera af hnúðkáli
 • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
 • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
 • Ratleikur fyrir börnin
 • Pylsur og með því
 • Vöfflur og hvað eina
 • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá.
Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita garðyrkjuverðlaunin 2015. Einnig mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti veita umhverfisverðlaun Hveragerðis 2015 og að lokum mun Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra veita ...

Mold og jarðarberjaplöntur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á örfyrirlestri sem haldinn verður í Kaffi Loka, Lokastíg 28 101 Reykjavík þ. 10. júní frá kl. 12:00 -13:00 verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og menning.

 • „Var þeim sama um moldina“? - Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
  Egill Erlendsson lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
 • Ræktað land á ...

Forsíða bókarinnar Lesa og lækna landið.Út er komin bókin Að lesa og lækna landið. Bókin fjallar um ástand lands og endurheimt landgæða. Höfundar eru Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að lesa og lækna landið er tímamótarit um umhverfismál sem hentar vel almenningi og kennurum á öllum skólastigum. Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og ...

Stúlka í bananahúsinu að Reykjum á sumardaginn fyrsta en þá er bananahúsið opið almenningi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Garðyrkjuskólinn að Reykjum verður opinn fyrir gesti og gangandi. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

 • Glæný uppskera af hnúðkáli
 • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
 • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
 • Ratleikur fyrir börnin
 • Pylsur og með því
 • Vöfflur og hvað eina
 • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá.
Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita garðyrkjuverðlaunin 2015 ...

PaprikuræktunSkýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít ...

Það verður mikið um að vera í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, en þann dag verður opið hús í skólanum frá kl. 10 til 17:30. Hátíðardagskrá hefst nokkru síðar eða kl. 14.

Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum og eru allir velkomnir til að fylgjast með keppendum að störfum. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt ...

Lífræn ræktun matjurta! Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskóli Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum. Maður spyr sig reyndar hvað veldur því að þessi deild er ekki fyrir löngu komin á námsframboðslista skólans en það er annað ...

Mánudaginn 17. október verður haldinn hádegisfundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri undir yfirsögninni „Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar“. Fyrirlesari er Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to avoid it“.

Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorti og dvínandi framboðs af áburðarefnum ...

Fyrir fjölmarga markar það upphaf sumarkomu að heimsækja Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum, ofan við Hveragerði á sumardaginn fyrsta. Í ár ber þann dag uppá skírdag og nemar skólans því í páskafríi. Því var brugðið á það ráð að færa hátíðahöld þessa árs fram um nokkra daga og því munu nemendur skólans opna húsið laugardaginn 16. apríl og bjóða upp á ...

Endurmennt LbhÍ og Vottunarstofuna Tún ehf. standa fyrir námskeiði í lífrænni sauðfjárrætk en námskeiðið verður haldið þ. 1. apríl nk. kl. 12:45-17:00 (5 kennslustundir) og er haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, Dölum. Umsjón: Ásdís Helga Bjarnadóttir

Námskeiðið er ætlað þeim sem stunda sauðfjárrækt í meira eða minna mæli og hafa áhuga á að kynna sér möguleika sína á ...

Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun matjurta í eigin garði.
Á námskeiðinu verður sérstaklega skoðað hvernig standa skuli að lífrænni ræktun útimatjurta. Farið verður yfir mikilvægi jarðvegsins í ræktuninni og eins hvernig megi bæta þann jarðveg sem fyrir er. Komið verður inn á staðsetningu matjurtagarðsins á lóðum með tilliti til sólar og skjóls. Farið verður yfir hvers konar umhirðu ...

Vinnusmiðja undir yfirsögninni Umhverfisvæn og landbúnaðartengd ferðaþjónusta verðu haldin í Skemmunni á Hvanneyri á morgun þriðjudaginn 21. september kl. 13:00- 15:30.

Dagskrá:

13:00 -13:15 Ragnhildur Sigurðardóttir lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands - Samstarf um starfsmenntun; kynning á verkefnunum Oats og Fræðsla beint frá býli

13:15-13:30 Þorsteinn Guðmundsson pro ...

Jóhann Pálsson fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2009 afhent við hátíðlega athöfn í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi á Sumardaginn fyrsta þ. 23. aprí sl.

Jóhann Pálsson er fæddur árið 1931 og fljótlega fór að bera á áhuga hans á ræktun hvers konar. Hann hóf þó ekki starfsferil sinn í garðyrkju heldur lauk hann burtfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins ...

Landbúnaðarháskóli Íslands tekur nú þátt í Evrópuverkefninu Oats; Organic Agricultural Tourism. Í verkefnisstjórn sitja Ragnhildur Sigurðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir. Verkefninu er ætlað að styðja við lífrænan landbúnað og umhverfisvæna ferðaþjónustu og auka menntunartækifæri á þessu sviði. Þátttakendur koma frá Ítalíu, Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Þýskalandi og Danmörku auk Íslands.

Verkefnið byrjaði 1.október 2008 og því líkur 30 ...

Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiði sem ætlað öllu áhugafólki um ræktun matjurta í eigin garði.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig standa skuli að undirbúningi á matjurtaræktun utanhúss. Farið verður yfir mikilvægi þess að jarðvegur sem valinn er til ræktunar sé nægilega góður og eins hvernig megi bæta þann jarðveg sem hefur verið notaður árum saman. Komið verður inn á ...

Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiði fyrir bændur og búalið þar sem möguleikar á notkun lífrænna aukaafurða til nýrrar verðmætaframleiðslu er tekin fyrir.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur átti sig á þeim verðmætum sem liggja í lífrænum aukaafurðum (s.s. heyafgangar, búfjáráburður, matarleifar, o.fl.) sem falla til á bújörðum og þekki helstu leiðir sem færar eru til að nýta ...

Haldið verður námskeið í notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju 23. og 24. mars næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum. Lámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns.

Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim ...

Í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Reykjavík, dagana 16.-18. júní.
 
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á vistkerfi norðurslóða? Hvernig mun hringrás gróðurhúsalofttegundanna, koldíoxíðs (CO2), metans (CH4) og hláturgass (N2O) breytast í framtíðinni? Hafa vötn, mýrar, skógar og önnur gróðurvistkerfi áhrif á veðurfar? Hverjir eru möguleikar breyttrar landnotkunar ss. skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis á að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga? Hversu ...

Föstudaginn 16. maí verður efnt til málþings um lífrænan landbúnað í Norræna húsinu. Á fundinum verður fjallað um hvort lífrænn landbúnaður sé valkostur á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 12:45 og stendur til kl. 17:00. Dr. Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála, Landbúnaðarháskóla Íslands setur fundinn og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar fundarmenn. Fundarstjóri verður Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri ...

Fulltrúi frá Landbúnaðarháskóla Íslands kynnti í gær nám skólans á göngugötu Kringlunnar. Athygli vöktu einnig tveir bílar sem voru til sýnis í Kringlunni. Þetta voru Volkswagen metan- bílar frá Heklu hf. sem skólinn festi fyrir skömmu kaup á.
Hekla hf. er leggur um þessar mundir áherslu á gæði og umhverfsvæni metan bíla.

Sjá vefsíðu Heklu hf. um Volkwagen metan bílana ...

Nýtt efni:

Messages: