Fjallahjólaklúbburinn í hjólaferð til Viðeyjar 06/25/2012

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar þriðjudaginn 26. júní. Hjólað verður um eyjuna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar sem og byrjendur. Þátttakendur þurfa að mæta með eigin reiðhjól – enginn aukakostnaður vegna hjólanna.

Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15.  Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í Viðey áður en ...

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar þriðjudaginn 26. júní. Hjólað verður um eyjuna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar sem og byrjendur. Þátttakendur þurfa að mæta með eigin reiðhjól – enginn aukakostnaður vegna hjólanna.

Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18 ...

Fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 verður haldið hið árlega vetrarundirbúningsnámskeið þar sem Magnús Bergsson sjálfur mun deila reynslu sinni með okkur. Er virkilega hægt að hjóla allan veturinn? Hvað þarf til að geta hjólað að vetrarlagi? Geta allir hjólað í hálku? Þola dempararnir kuldann? Frþs ekki keðjan? Hvað er hamingja? Hver er tilgangur lífsins? Öllum þessum spurningum verður svarað ...

Vikulegar þriðjudagshjólaferðir Íslenska fjallahjólaklúbbsins hefjast í dag, þriðjudaginn 5. maí.  Þetta er ein af vinsælustu sumarperlum klúbbsins og hefur hópurinn sem kemur með út að hjóla stækkað og dafnað vel á síðustu árum. Í fjölmennustu ferðunum í fyrrasumar voru á bilinu 60 - 70 manns að hjóla saman.

Það verður lagt af stað kl. 19.00 frá aðalinngangi Fjölskyldu - og húsdýragarðsins ...

Íslenski fjallahjólaklúbburinn býður landsmönnum á reiðhjóla viðgerðanámskeið

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri gerist það árvisst að reiðhjólin eru tekin út úr bílskúrnum, keðjan smurð og hjólað af stað; nema hvað: Fljótlega kemur í ljós að gírarnir eru vanstilltir, bremsurnar ekki alveg í lagi og jafnvel rifjast það upp hvers vegna hjólið fór inn í skúr síðastliðið haust – jú það ...

Á næstu vikum verður Íslenski fjallahjólaklúbburinn, öflugasti samgönguhjólreiðaklúbbur landsins, með þrjú námskeið fyrir hjólreiðamenn sem vilja takast á við hjólreiðar að vetrarlagi. Tveir af öflugustu hjólreiðamönnum klúbbsins leiða námskeiðin, þeir Magnús Bergsson og Fjölnir Björgvinsson.

Fim. 9. okt. kl. 20 verða 2 námskeið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Grunnnámskeið um vetrarundirbúning og á sama tíma, efri hæðinni; Grunnnámskeið um teiningar ...

Eftir sólríkt og skemmtilegt hjólasumar er komið að lokaferð þriðjudagsferða Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frá því um miðjan maí hafa vaskir reiðhjólaunnendur safnast saman við Mjóddina kl. 20:00 á þriðjudagskvöldum og hjólað saman um borgina. Ferðirnar hafa teygt sig víða; fuglaskoðun í Grafarvoginum, Gróttuviti heimsóttur, kaffihúsaferð á Hressó, hjólað í kringum Rauðavatn, Heiðmerkurhringur, Elliðavatn, í Hafnafjörð og víðar.

Frá fyrstu ferð ...

Þriðjudagskvöldið 6. maí verður farið í fyrstu hjólaferð Íslenska fjallahjólaklúbbsins um borgarlandið á þessu sumri.

Lagt er af stað frá Mjóddinni, þar sem strætó stoppar, kl. 20:00 og hjólað valdar leiðir um borgina. Ferðirnar eru miðaðar við þátttöku fjölskyldufólks og hjólað til að njóta.
En um leið hefst líka keppnin um mætingarbikarinn, sem er eina hjólreiðakeppnin sem stunduð er ...

Nýtt efni:

Messages: