Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna, með um 760 félagsmenn. Félagsmenn eiga ýmist einstaklingsaðild að SÍM eða í gegnum fagfélög myndlistarmanna, en undir regnhlíf SÍM eru 7 fagfélög myndlistarmanna.

Markmið SIM er að bæta kjör og starfsumhverfi myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar. SÍM annast ýmis verkefni fyrir opinbera aðila, tilnefnir fulltrúa í nefndir og ráð og gefur umsagnir um ýmis mál. SÍM eru fjölmennustu samtök skapandi listamanna á Íslandi.


Hlýnun 09/20/2014

Kristín Pálmadóttir opnar sýninguna „Hlýnun“ laugardaginn 20. september í sýningarsal félagsins Íslensk Grafík Hafnarhúsinu hafnarmegin.

Kristín útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir 20 árum síðan. Megin viðfangsefni hennar síðustu ár hefur verið ljósmyndaæting og málun. Myndefni í báðum miðlum tengjast náttúrunni, krafti hennar og breytingum. Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á umhverfi okkar. Hluti verka sýningarinnar eru tengd þeim hugleiðingum.

Sýningin stendur til 5. október 2014 og er opin fimmtudaga til sunnudags frá 14:00-18:00.

Eitt verka Kristínar af sýningunni.Kristín Pálmadóttir opnar sýninguna „Hlýnun“ laugardaginn 20. september í sýningarsal félagsins Íslensk Grafík Hafnarhúsinu hafnarmegin.

Kristín útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir 20 árum síðan. Megin viðfangsefni hennar síðustu ár hefur verið ljósmyndaæting og málun. Myndefni í báðum miðlum tengjast náttúrunni, krafti hennar og breytingum. Hvaða áhrif hefur hlýnun jarðar á umhverfi okkar. Hluti verka sýningarinnar eru tengd ...

Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir.Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“ var opnuð í Nesstofu Seltjarnarnesi sl. laugardaginn.

Hinn lítt aðlaðandi orð sem fylla sýningartitil Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur, eru kyrfilega greipt í sögu sýningarstaðarins Nesstofu og má ímynda sér að orðin hafa gert sig heimankomin þar á meðan landlæknir, lyfsalar og ...

Í dag kl. 15:00 opnar listakonan og náttúrubarnið Hildur Hákonardóttir einkasýningu í Listasafni ASÍ Ásmundarsal. Sýningarstjórar eru Unnar Örn og Huginn Þór Arason.

Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 26 ára gömul og eftir útskrift þaðan 1968 fór hún í framhaldsnám við Edinburgh Collage of Art og aflaði sér  frekari menntunar í myndvefnaði. Á ...

Nýtt efni:

Messages: