Um nagladekk og svifrik í Reykjavík 01/30/2008

Svifryk mældist fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. des. 2007 til 16. jan. 2008 og köfnunarefnisdíoxíð einu sinni. Færri bifreiðar en á sama tíma í fyrra reyndust vera á nagladekkjum í janúar eða 42%.

Hlutfall negldra dekkja í Reykjavík var kannað 22. janúar síðastliðinn og reyndust 42% ökutækja vera á nagladekkjum og 58% á ónegldum dekkjum. 47% ökutækja voru á negldum dekkjum á sama tíma í fyrra. Árið 2005 voru um það bil ...
Svifryk mældist fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. des. 2007 til 16. jan. 2008 og köfnunarefnisdíoxíð einu sinni. Færri bifreiðar en á sama tíma í fyrra reyndust vera á nagladekkjum í janúar eða 42%.

Hlutfall negldra dekkja í Reykjavík var kannað 22. janúar síðastliðinn og reyndust 42% ökutækja vera á nagladekkjum og 58 ...

Slæmt færi í Reykjavík bitnar ekki aðeins á ökumönnum bifreiða heldur einnig gangandi og hjólandi. Nauðsynlegt er að fara varlega og vera á upplýstum ökutækjum því ökumenn bíla og hjóla mætast oftar en áður þegar færð og færi versnar í borginni. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar biður alla hópa að sýna tillitssemi í umferðinni því samgöngukerfið á að þjóna gangandi, akandi og hjólandi ...

Sorphirðan í Reykjavík biður borgarbúa um að moka frá sorptunnum um helgina. „Þetta hefur verið þung vika fyrir starfsfólk sorphirðunnar,“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri hennar.

Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum heldur þarf einnig að moka frá sorphirðugeymslum. „Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu okkar með því að ...
Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna,“ segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði Reykjavíkur.

Árið 2006 var heildarmagn á blönduðu (óflokkuðu) sorpi úr heimilistunnunum 27.186.420 kg en árið 2007 var það 27.135 ...
Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk á ný ársdag. Á fyrsta hálftíma ársins mældust gildin um 500 míkrógrömm á rúmmetra við færanlegra mælistöð mengunarvarna Umhverfissviðs sem nú er staðsett í Hlíðahverfi. „Þetta verður að teljast mjög mikið því bæði var vindhraði töluverður og úrkoma nokkur,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá mengunarvörnum Umhverfissviðs. Heilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) á sólarhring eru 50 míkrógrömm á ...

Nýtt efni:

Messages: