GE9N - jákvæð árangurssaga úr íslensku athafnalífi 08/17/2011

Kvikmyndin Ge9n verður sýnd í Bíó Paradís þ. 9. september nk.

Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu. Leikstjóri myndarinnar er Haukur Már Helgason. Meðframleiðandi er Bogi Reynisson. Aðaltökumaður sumarið 2010 var Miriam ...

Kvikmyndin Ge9n verður sýnd í Bíó Paradís þ. 9. september nk.

Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir ...

Dómurinn sem féll í héraðsdómi í morgun er málamyndadómur. Hann er í engu samræmi við þær alvarlegu ákærur sem við höfum setið undir síðasta árið. Hann er nógu mildur til að sefa mögulega reiði fólks en þó það harður að hann  fullnægir refsiþörf ríkisvaldsins, breiðir yfir skömm þess og ýtir stoðum undir áframhaldandi ofsóknir í garð pólitískra andstæðinga þess.

Við ...

Yfirlýsing frá Saving Iceland, skrifuð í kjölfar umfjöllunar breska dagblaðsins The Guardian, sem og annarra fjölmiðla, um breska lögreglunjósnarann Mark Kennedy og tengsl hann við íslensku náttúruverndarhreyfinguna.

Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið ...

Tónleikar undir yfirsögninni „ÁRÁS SMÁRÁS“ verða haldnir á Nasa, fimmtudaginn 13. janúar kl. 20:30 til stuðnings nímenningunum.

Veturinn 2008-2009 hópaðist fólk út á götur og felldi ríkisstjórn. Síðar meir voru 9 einstaklingar valdir út og ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga sem varðar árás á alþingi. Viðurlög fyrir slíkt brot er 1-16 ára fangelsisvist (til samanburðar er engin ...

Í dag, kl.14:30, er blásið til samstöðuaðgerðar við níumenningana í Alþingi við Austurvöll en í dag miðvikudaginn 8. desember, eru liðin tvö ár frá því að hópur fólks heimsótti Alþingi, með það fyrir augum að halda upp á þingpalla og lesa yfirlýsingu fyrir þingheim.

Eins kunnugt er eru afleiðingarnar m.a. þær að níu manneskjur úr þessum u ...

Fimmtudaginn 25. nóvember nk. verður fjáröflunarkvöldverður fyrir nímenningana í Húsinu, Höfðatúni 12 (gamla húsnæði Borgarahreyfingarinnar, þar sem Food Not Bombs, bókasafn Andspyrnu og hjólaverkstæðið Keðjuverkun eru til húsa).

Húsið opnar kl. 20:00 en þau sem vilja aðstoða við eldamennskuna geta komið klukkan 17:00. Einnig er fólki velkomið að koma með mat sjálft og leggja þannig sitt til kvöldsins ...

Á næstu dögum kemur í ljós hvenær aðalmeðferð í máli ríkisins gegn nímenningunum fer fram. Að öllum líkindum verða það þrír dagar í röð um miðjan eða í lok janúar 2011, frá 9:00 til 17:00 alla þrjá dagana.

Fari svo að nímenningarnir þurfi að greiða lögfræðikostnað vegna málsins er ljóst að þær upphæðir verða gífurlegar. Þar að auki ...

Samarendra DasMánudaginn 22. ágúst kl. 20:00 verður heimildarmyndarsýning í Friðarhúsinu við Njálsgötu. Myndin fjallar um frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi – Kondh ættbálkanna svokölluðu – sem berjast gegn baxítgreftri og súrálsframleiðslu, berjast fyrir þeirra upprunalegu og sjálfbæru lífsháttum.

Myndin, sem heitir Wira Pdika: Earth Worm – Company Man, er gerð af bræðrunum Samarendra og Amarendra Das, og var gerð fyrir Kondh fólkið og ...

Skríllinn gegn ákæruvaldinuSamstöðuatburður með nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi verður haldin í Nýlistasafnið (NÝLÓ) – Skúlagötu 28, laugardaginn 3. júlí kl. 17:00.

Fram koma eftirfarandi tónlistar- og myndlistarmenn, skáld og rithöfundar: Kristín Eiríksdóttir, Magnús Pálsson, Libia Castro og, Ólafur Ólafsson, Sara Björnsdóttir, Reykjavík! Jón Örn Loðmfjörð, Katrín Ólafsdóttir, Perspired by Iceland, Arnljótur Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Birna Þórðardóttir, Rúst ...

Frá BúsáhaldabyltingunniHvernig fjölmiðar og aðrir dómarar götunnar hafa dæmt nímenningana fyrirfram

Þann 8. desember 2008 fóru þrjátíu manns inn í Alþingishúsið. Tveir einstaklingar, af sitthvoru kyni, fóru upp á þingpalla og hvöttu þingmenn til að koma sér út úr húsi sem þjónaði ekki tilgangi sínum lengur. Aðrir voru stöðvaðir í stigaganginum, þeim var hótað piparúðun og lentu síðar meir sumir í ...

Grein þessi birtist upphaflega í maí-tölublaði mánaðarritsins Róstur. Upplýsingar um Róstur og hvernig nálgast má blaðið má finna á vefsíðunni www.rostur.org.

Ákveðin ládeyða hefur einkennt starfsemi íslenskra náttúruverndarhreyfinga eftir ósigur í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun. Ef til vill var ósigurinn einfaldlega of stór biti að kyngja, því þrátt fyrir að til að mynda Saving Iceland hafi haldið uppi andspyrnubúðum ...

VORKOMA – Tónleikar og stuðningssamkoma til styrktar nímenningunum sem ákærð eru fyrir meinta árás á Alþingi þann 8. desember 2008. Laugardaginn 15. maí, á Austurvelli kl. 14:00.

Fram koma:
Páll Óskar / Hjaltalín / KK og Ellen / Rass / Meðlimir úr Hjálmum / Ólöf Arnalds / Parabólurnar / Varsjárbandalagið / Ari Eldjárn / Vilborg Dagbjartsdóttir / Jón Atli Jónsson... og fleiri

Við níu eigum yfir höfði okkar eins ...

Keith McHenry stofnandi Food Not Bombs heldur fyrirlestur í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00.

Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr ...

Snemma í morgun var Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, vakinn upp og honum afhent brottvísunarbréf, þar sem kemur fram að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12:00 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt. Brottvísunarbréfið má lesa r.

Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti honum bréfið og fordæmir á sama tíma fyrirhuguð ...

20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegatálma. ,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um ný t álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem ...

Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

Rétt eins og Century, vilja fleiri ...

Hreint ál? - Samarendra Das og Andri Snær Magnason í Reykjavíkur Akademíunni.

Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri ...

Nýtt efni:

Messages: