Það er hópur á Facebook sem heitir „Áhugahópur um endurvinnslu“. Þar koma oft fram spurningar sem auðvelt er að finna svör við á Endurvinnslukortinu. Ein spurningin sem oft kemur upp varðar það hvort að setja eigi endurvinnsluefni í poka eða ekki í poka í endurvinnslutunnur. Svarið er að það fer alveg eftir því hvar á landinu viðkomandi býr. Sums staðar á að setja viss efni í poka áður en það fer í tunnuna og annars staðar ekki. Þetta fer líka eftir því hvaða aðilar þjónusta sveitarfélögin (t.d. hvort það er Íslenska Gámafélagið eða Gámaþjónustan eða aðrir þjónustuaðilar). Með því að slá inn nafn sveitarfélagsins á http://natturan.is/evkort/ þá eru þessi svör við tunnurnar sem birtast og eru í þjónustu í því sveitarfélagi.