Í kjölfar hraðrar útbreiðslu „fast food“ byltingarinnar spratt upp félagsskapur í Evrópu sem nefnist „Slow Food“. Í stuttu máli hratt stöðlun í matvælaframleiðslu og aukin útbreiðsla næringarsnauðs og einsleits skyndibitafæðis þessari þróun af stað. Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótar hreyfingu sem í dag á meðlimi í rúmlega 150 löndum. Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru; góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Slow Food Reykjavík vinnur öflugt starf við innleiðingu hugmyndafræði Slow Food hér á landi.

Vefsíða: http://slowfood.is/

Messages: