Merkið er undir eftirlit Evrópusambandsins og bandarísku umhverfisstofnunarinnar. Energy Star er valfrjáls merking fyrir sparneytin skrifstofutæki, til að mynda tölvur, tölvuskjái, prentara og ljósritunarvélar. Vörurnar skulu vera sparneytnar á orku bæði við noktun og í dvala. Til að hljóta Energy Star verða vörur að fara sjálfkrafa í dvala eða slökkva á sér þegar þær eru ekki í notkun.

Vefsíða: http://www.eu-energystar.org/en/index.html

Messages: