World Green Building Council er óháð ráð sem er stjórnað af aðilum úr byggingariðnaðinum og hefur það að meginmarkmiði að flýta fyrir framþróun í vistvænni hönnun í byggingariðnaði í heiminum. Hlutverk ráðsins er að veita samtökum um vistvænar byggingar aðstoð og upplýsingar.
Auk þess veitir ráðið þjóðum leiðbeiningar við að stofna sambærileg samtök.
WGBC var stofnað árið 2002 af samtökum 8 landa. Árið 2009 samanstendur ráðið af samtökum frá 14 löndum víða um heim, auk þess sem 7 þjóðir hafa verið samþykktar og eru að vinna að inngöngu í ráðið.

Vefsíða: http://www.worldgbc.org

Messages: