Græni punkturinn „Der Grüne Punkt“ er merki DSD (Duales System Deutschland GmbH) en það gefur einungis til kynna að framleiðandinn hafi borgað fyrir förgun umbúða í Þýskalandi en merkið er einnig notað í 23 öðrum löndum Evrópu. Umbúðir með Græna punktinum á síðan að setja í viðeigandi endurvinnsluflokk til förgunar eða endurvinnslu allt eftir eðli umbúðanna. Græni punkturinn hefur ekkert gildi á Íslandi.

Vefsíða: http://www.gruener-punkt.de/

Messages: