Bra Miljöval er umhverfismerki rekið af sænsku náttúruverndarsamtökunum (Svenska Naturskyddsföreningen). Merkið leggur aðallega áherslu á umhverfismál og nær yfir margar vörutegundir, allt frá flutningum og rafmagnsframleiðslu til þvottaefna og matvörubúða. Kröfurnar eru endurskoðaðar árlega, framleiðendur þurfa árlega að staðfesta kröfurnar séu uppfylltar. Auk þess eru gerðar tilviljunarkenndar stikkprufur. Bra Miljöval er aðallega að finna á Íslandi á hreinlætisvörum.

Vefsíða: http://www.naturskyddsforeningen.se/

Messages: