Merki sem Stjörnuegg setja á framleiðslu sína til að upplýsa um að notað sé fóður sem inniheldur ekki erfðabreytt hráefni. Merkið er ekki vottun óháðs þriðja aðila heldur staðhæfing framleiðanda og neytenda sjálfra að meta trúverðugleika þess. 

Eina íslenska merkið þar sem þriðji aðila vottar að fóður sé án efðabreyttra hráefna er vottun Tún um lífræna framleiðslu. 

Þessu merki er eflaust ætlað að veita neytendum upplýsingar um vöruna og þó ekki sé ástæða til að draga fullyrðinguna í efa í þessu tilfelli þá er notkun eigin merkinga framleiðenda til þess fallin að flækja miðlun upplýsinga til neytenda, valda misskilningi og rýra gildi viðurkenndra vottana.

Messages: