Evrópska orkumerkið byggir á tilskipun frá ESB og eru framleiðendur og seljendur frysti- og kæliskápa, uppþvotta- og þvottavéla ásamt þurrkara og eldhúsofna skyldugir að merkja vörur sínar með þessu merki. Vörurnar geta fengi mismunandi bókstafi frá A til G sem lýsir orkunotkun þeirra. A er mest orkusparandi meðan G er orkufrekast. Fyrir frysti- og kæliskápa er búið að bæta við tveimur flokkum í viðbót A+ og A++ þar sem A++ er mest orkusparandi.

Birt:
Jan. 3, 2009
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Evrópska orkumerkið“, Náttúran.is: Jan. 3, 2009 URL: http://natturan.is/d/2007/04/25/evrpska-orkumerki/ [Skoðað:Dec. 9, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 25, 2007
breytt: June 13, 2014

Messages: