Glugginn hefur ákveðna táknræna þýðingu. Hann myndar einskonar skil milli tveggja heima, og tengist jólunum á ýmsa vegu í hugum okkar. Það er útbreyddur siður að skreyta gluggana sína fyrir jólin. Frá 1. til 24. desember opna gluggar víðs vegar um Hveragerðisbæ. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.Jóladagatöl hafa sögulega hefð á Íslandi og víða um heim og eru eitt mikilvægasta „tilhlökkunartækið“ fyrir börnin okkar. Dagatal í formi glugga sem fyrirtæki í Hveragerðisbæ og börn í Grunnskólanum vinna úr ýmsum efnivið ásamt jólabókum um jólatáknin eru „opnaðir“ einn af öðrum fram að jólum en þetta er sjötta árið sem að dagatalinu er komið fyrir í bæjarumhverfinu og ...

Elsta jólatré landins var skreytt í dag og verður til sýnis á jólasýningu Hússins á Eyrarbakka eins og siður er fyrir.

Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni bónda í Þverspyrnu  Hrunamannahreppi um eða rétt eftir 1873. Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem prestfrú í Hruna. Dóttir hennar Elín húsfreyja Steindórsdóttir í Oddgeirshólum í Flóa átti það eftir hennar dag og ...

Á dögunum opnaði Orkusetur nýjan undirvef um varmadælur. Þar er m.a. varmadælureiknivél. Sjá www.orkusetur.is/varmadaelur.

Hefðbundin varmadæla samanstendur af dælubúnaði og leiðslum sem mynda lokað gas/vökvakerfi. Í gas/vökvakerfinu er svokallaður vinnslumiðill sem er ýmist á gas- eða vökvaformi. Í vinnsluhringrás varmadælunnar eru tveir varmaskiptar sem kallast eimir og eimsvali. Til að viðhalda hringrásinni þarf annars ...

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Messages: