Afmælisfundur Auðlindar Náttúrusjóðs verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu, þann 1.desember, 2009, kl. 16:00-17:00. Fundurinn er öllum opinn en tilgangur hans er að kynna starf sjóðsins og áhersluverkefni hans.

Dagskrá:

  • Ávarp verndara Auðlindar, frú Vigdísar Finnbogadóttur
  • Um votlendisendurheimt í Flóanum, Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari og rithöfundur
  • Um rannsóknir á haferninum, Róbert A. Stefánsson, líffræðingur
  • Næstu skref í starfi Auðlindar, Salvör Jónsdóttir, formaður

Tilgangur Auðlindar-Náttúrusjóðs er að vernda þjóðararfinn sem felst í náttúru Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Sjóðinum er ætlað að standa vörð um náttúru Íslands, vatn, vatnafar, endurheimt fyrri landgæða og vistkerfið í heild. Þá er markmið sjóðsins að efla virðingu fyrir ómetanlegum gæðum íslenskrar náttúru. Auðlind leggur fyrst um sinn áherslu á að styrkja verkefni sem snúa að verndun votlendis og arnarstofnsins á Íslandi.

Auðlind fellur undir lög um sjóði og stofnanir nr.19/1988, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Skattskyldir lögaðilar og einstaklingar með rekstur geta dregið framlög til sjóðsins frá skattskyldum tekjum í samræmi við reglugerð 483/1994.

Beint er á að Þjóðminjasafnið lokar kl. 17:00, þannig að ef að einhver hefur áhuga á að heimsækja safnið, veitingastaðinn eða safnbúðina í leiðinni, er upplagt að gera það áður en fundurinn hefst.

Birt:
Nov. 30, 2009
Tilvitnun:
Salvör Jónsdóttir „Afmælisfundur Auðlindar Náttúrusjóðs“, Náttúran.is: Nov. 30, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/11/30/afmaelisfundur-auolindar-natturusjoos/ [Skoðað:May 8, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: