Náttúran.is tekur þátt í Safnahelgi Suðurlands með sýningu og kynningum í Listasafn Árnesinga um næstu helgi.

Laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóv. frá kl. 14:00-15:00 mun Anna Karlsdóttir lektor við Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands rekja sögu Green Map verkefnisins og  segja  frá hugmyndafræði Green Map og grænkortagerðar um allan heim* og Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri mun sýna innviði Græna Íslandskortsins sem Náttúran.is vinnur að í samvinnu við HÍ á grundvelli flokkunarkerfis Green Map.

Gestum Listasafns Árnesinga mun gefast kostur á að taka þátt í að kortleggja Suðurland nánar með okkur en hugmyndafræði Green Map byggist einmitt á samvinnu og því að nærumhverfið sé skoðað og greint út frá grænum gildum og niðurstöðurnar verði gerðar aðgengilegar öllum svo hægt sé að skapa sjálfbært samfélag.

Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga - sunnudaga kl. 12:00-18:00. Aðgangur ókeypis. Veitingasala. Afþreying fyrir börnin.

* en í 55 löndum, í 600 borgum, bæjum og sveitarfélögum, hafa græn kort verið þróuð eða eru í þróun nú.

Birt:
Nov. 2, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Græna Íslandskortið, Ísland og heimurinn í grænu ljósi““, Náttúran.is: Nov. 2, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/11/02/graena-islandskortio-island-og-heimurinn-i-graenu-/ [Skoðað:Dec. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: