Orð dagsins 17. ágúst 2009.

Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) hefur tekið saman sérstakan lista yfir skólavörur sem eru lausar við PVC-plast og þalöt. PVC-plast getur verið að finna í ýmsum skólavörum, svo sem skólatöskum, pennaveskjum og nestisboxum. PVC-plastið getur skaðað umhverfi og heilsu eitt og sér þegar það er framleitt eða við bruna. IMS leggur þó meira upp úr því að fólk forðist þalöt, sem oft eru notuð sem mýkingarefni í PVC-plast. Þalöt eru hópur efna, sem ýmist geta truflað hormónastarfsemi líkamans eða eru grunuð um að hafa slík áhrif.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 30. júlí sl. 

Birt:
Aug. 17, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Aðgát skyldi höfð við innkaup á skólavörunum!“, Náttúran.is: Aug. 17, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/08/17/aogat-skyldi-hofo-vio-innkaup-skolavorunum/ [Skoðað:Aug. 16, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: