Landgræðsla ríkisins og Landvernd bjóða til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 17. apríl kl. 12:15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.  Roger Crofts, sem er alþjóðlegur ráðgjafi margra ríkisstjórna og félagasamtaka á sviði umhverfismála, fjallar í fyrirlestrinum um framtíðarsýn sem byggir á nýju gildismati, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirlesturinn er á ensku.
 
Roger Crofts var áður framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage (SNH), en sú stofnun fer með yfirstjórn náttúruverndar í Skotlandi. Hann þekkir vel til hér á landi og hefur m.a. veitt Landgræðslunni, Umhverfisstofnun, Landvernd og umhverfisráðuneytinu margvíslega ráðgjöf á sviði umhverfismála.
Birt:
April 16, 2009
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Tími ofnýtingar náttúruauðlinda er liðinn“, Náttúran.is: April 16, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/04/16/timi-ofnytingar-natturuauolinda-er-lioinn/ [Skoðað:April 14, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: