Samtökin almannaheill - samtök þriðja geirans eru samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi. Samtökin voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum frjálsra félagasamtaka sem starfa í almannaþágu, jafnframt að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá ætla samtökin að vinna að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Aðilar að samtökunum geta orðið frjáls félagasamtök með almennan aðgang og lýðræðislega stjórnarhætti, sem skráð eru hjá Hagstofu Íslands, og á einhvern hátt er ætlað að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu, einnig sjálfseignarstofnanir, sem hafa samskonar markmið.

Leggja verður aðildarumsókn, ásamt samþykktum umsóknarleitanda og skýrslu um starfsemi hans, fyrir stjórn Samtakanna almannaheill til samþykktar. Aðalfundur samtakanna skal staðfesta aðild. Brottrekstur samtaka ákveðst af stjórn og skal staðfestur á næsta aðalfundi.

Sjá nánar um aðildafélögin og áherslur á vef samtakanna.

Birt:
Feb. 23, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samtökin almannaheill“, Náttúran.is: Feb. 23, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/02/23/samt0kin-almannaheill/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: