Orð dagsins 20. nóvember 2008.

Í gær var tilkynnt að sænski snyrtivöruframleiðandinn Kicks hefði fengið vottun Norræna Svansins á heila snyrtivörulínu. Þetta þykir marka tímamót hvað varðar framboð á umhverfisvænum snyrtivörum, þar sem nú er hægt að kaupa heila línu af Svansmerktum húð- og hárvörur til ólíkra nota frá einum og sama framleiðandanum. Til að fá Svaninn þurfa snyrtivörur m.a. að brotna hratt niður í vatni, þannig að þær skaði ekki vatnalífverur, standast strangar kröfur um innihald ofnæmisvaldandi og heilsuskaðlegra efna á borð við ilmefni og rotvarnarefni, auk þess að standast kröfur um notagildi og um visthæfar umbúðir.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð í gær.

Birt:
Nov. 20, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Snyrtivörulínan Kicks fær Svansvottun“, Náttúran.is: Nov. 20, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/11/23/snyrtivorulinan-kicks-svansvottuo/ [Skoðað:May 6, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 23, 2008

Messages: