Sífellt fleiri sænsk sveitarfélög segjast gera umhverfiskröfur við innkaup. Hins vegar fækkar þeim sveitarfélögum sem gera það í raun! Á árinu 2004 hafði um 50% sveitarfélaganna komið sér upp sérstökum leiðbeiningum varðandi vistvæn innkaup, en árið 2007 var þetta hlutfall komið í 80%. Hlutfall sveitarfélaga sem taka „alltaf“ eða „yfirleitt“ tillit til umhverfisþátta við innkaup hefur hins vegar lækkað á sama tíma úr 69% í 62%.
Lesið frétt Miljörapporten í gær.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
Jan. 17, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 17. janúar“, Náttúran.is: Jan. 17, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/01/17/oro-dagsins-17-januar/ [Skoðað:Feb. 27, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: