Árlegur jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 12:00-17:00.

Á basarnum er hægt að horfa á brúðuleikhús, súpuleikhús, veiða í veiðitjörn og fá sér kaffi, heitt súkkulaði og dýrindiskökur og annað meðlæti. Llítlir dvergar og álfar reka einnig lítið kaffihús fyrir börnin og bjóða upp á smátt góðgæti af öllum gerðum.

Jólabasarinn er löngu þekktur fyrir einstakt framboð af handgerðum jólaseríum og náttúrulegum leikföngum úr ull, viði og öðrum lífrænum efnum, allt unnið af foreldrum, nemendum og kennurum skólans. Skólinn fjármagnar starfsemi sína að nokkru leiti á því sem jólabasarinn gefur af sér auk þess sem að heimsókn á basarinn er frábært tækifæri til að kynnast starfsemi skóla sem styðst við mannspekikenningar Rudolf Steiner.

Waldorfskólann er auðvelt að finna. Keyrt er úr Reykjavík á þjóðvegi 1 í austurátt. Keyrt framhjá Norðlingaholti í um 10 mínútur þangað til blátt skilti með áskriftinni „Waldorfskólinn Lækjarbotnum“ sést við veginn. Þar er beygt af og keyrt inn afleggjara um 1 km að skólanum sem liggur falinn milli leyna, innst í Lækjarbotnum.

Birt:
Nov. 15, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum“, Náttúran.is: Nov. 15, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/11/15/jolabasar-waldorfskolans-i-laekjarbotnum/ [Skoðað:Dec. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: