Meira en 60 sérfræðingar um galdra frá öllum heimshornum eru í Vardo í N-Noregi þessa dagana á þriggja daga ráðstefnu um galdra. Á ráðstefnunni er heilmikil dagskrá en þar er boðið uppá umræður, fyrirlestra og kvikmyndasýningar um galdra fyrr og síðar.
Alþjóðlega miðnætursólar galdraráðstefnan er skipulöggð af skandínavískum og bandarískum háskólum.
Skipuleggjendur segja að þó áreitni og ofsóknir séu ekki þekktar lengur í Evrópu í garð galdramanna og kvenna segja þeir að í sum staðar í Afríku og Asíu sé fólk enný á sakað um galdra. 

Eins og í „gamla daga“ segja sérfræðingarnir að einstaklingar séu oft laggðir í einelti að samfélögunum þar sem þeir búa og þeim kennt um útbreiðslu sjúkdóma, vont veður og önnur óhöpp.
Á ráðstefnunni verður einnig rætt um Shamanisma sem er trú sem snýst um tengsl við andlega heiminn aðallega í gegnum anda dýra.
Sérfræðingar segja að trúin sé ævaforn og hafi í raun komið á undan öllum öðrum skipulöggðum trúarbrögðum. Fyrir utan fræðimennina og aðra trúmenn sem lagt hafa leið sína á ráðstefnuna hafa galdrar öðlast nýjan aðdáendahóp af mun yngri kantinum í kjölfar útgáfu Harry Potter metsölubókana og kvikmyndanna.

Á 17.öld voru um 80 konur brenndar á báli í Vardo. Í sögulegum gögnum frá þessum tíma bendir til þess að þær hafi verið sakaðar um að eiga fundi með djöflinum í nálægu „galdrafjalli“
Á 16. og 17. öld er talið að um 50.000 manns hafi verið teknir af lífi sakaðir um galdra.

sjá frétt á BBC News

Myndin er fengin af Fortunecity

Birt:
June 29, 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „„Nornaþing“ í Norður-Noregi“, Náttúran.is: June 29, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/06/29/nornaing-norur-noregi/ [Skoðað:Oct. 20, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 10, 2007

Messages: