Þeir sem leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur ættu að kíkja í heimsókn hjá hollustu og hamingju markaðnum sem staðsettur er fyrir utan Home-Gistiheimilið við Skólastræti 1 í Reykjavík. Markaðurinn verður opinn allar helgar í sumar út ágúst og þar getur fólk hlaðið sig með orku, gleði og jákvæðni.
Þær stöllur Rúna Björg og Agnes Lind hjá Ráðhúsblómum, Bankastræti 4 eiga hugmyndina að markaðinum ásamt því að sjá um alla skipulagningu og rekstur. Markmiðið með markaðnum er að hrista aðeins upp í lífinu í miðbænum og skapa góða orkumikla gleðilega sumarstemmingu.
Markaðurinn hefur þegar verið opinn tvær helgar og hafa viðbrögð þeirra sem lagt hafa leið sína þangað verið mjög góð. Hægt er að kaupa blóm, vistvænt og lífrænt grænmeti, krydd og ávexti en einnig koma ný jir aðilar hverja helgi og selja spennandi vörur sem næra eiga bæði líkama og sál.

Markaðurinn verður líka lifandi af listum, tónlist og myndlist svo eitthvað sé nefnt. En allir áhugasamir um að vera með á markaðnum hvort sem það eru tónlistarmenn, myndlistamenn, fyrirtæki eða verslanir ættu að hafa samband við Ráðhúsblóm í síma 551-6690 eða hreinlega koma við í versluninni og tala við þær Rúnu og Agnesi.
Um komandi helgi verður dulræn Jónsmessustemmning þar sem hægt verður að tala við spákonu og annað álíka spennandi.
Við hjá náttúran.is hvetjum alla til að kíkja við á markaðnum í sumar.

Blómstraðu!!!

Myndirnar eru allar frá hollustu og hamingjumarkaðnum

Ljósmyndir: Vala Smáradóttir

Birt:
June 22, 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Hollusta og hamingja í miðbæ Reykjavíkur“, Náttúran.is: June 22, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/06/22/hollusta-og-hamingja-mib-reykjavkur/ [Skoðað:Oct. 25, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 23, 2007

Messages: