Mörsugur heitir sá mánuður, sem byrjast næst vetrarsólstöðum, þá sólin kemur í steingeitarmerki. Nú er peningsrækt og innivinna helst til þarfa. Sleðafæri má nýta um þessa tíma þar sem þess þarf. (Einkum draga til grjót á frosnu landi.) Í 10. viku vetrar hleypa menn hrútum til ásauðar, nema menn hafi nóg hey og vænti eftir góðu vori, þá viku fyrr. Nú er tími að bera torfösku og bæjarskarn allt, sem þvottakorg, á mögur engi eða mosavaxin túnpetti, jafnóðum og þetta safnast, það bætir þau vel.

Birt:
Dec. 26, 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Mörsugur - 20. desember – 20. janúar“, Náttúran.is: Dec. 26, 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/04/21/20-desember-20-janar/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 21, 2007
breytt: Jan. 1, 2013

Messages: