Meginhlutverk magans er að grófmelta fæðuna sem við neytum og búa hana undir frekari meltingu í smáþörmum. Í maga myndast m.a. saltsýra sem drepur sýkla og auðveldar starf meltingarensíma. Heilbrigði magans veltur mjög á því hvað í hann er látið og hvort regla er á matmálstímum. Ofát og hraðát, óhollur matur, áfengi, nikótín, lyf og streita eru óheilnæm fyrir magann.

Ýmsir kvillar herja á magann og geta haft áhrif á strafsemi annarra líffæra.

Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Magi“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/04/13/magi/ [Skoðað:Aug. 4, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007

Messages: