Séu blöðin eða blómin óhrein er betra að þurrka óhreinindin burt með þurrum klút en að skola þau af með vatni. 

Þurrkið á hlýjum, dimmum stað þar sem loft nær að leika um jurtirnar. Hitastigið má vera um 32°C fyrstu tvo dagana og 25°C eftir það. Best er að breiða úr blómum og blöðum á net eða annað gisið efni þar sem loft getur leikið um þau. Snúið jurtunum reglulega þannig að þurrkunin sé jöfn. 

Þegar allur ofanjarðarhluti jurtarinnar er tekinn er best að hengja hann upp til þurrkunar. 

Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Laufblöð og blóm“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/04/13/laufbl-og-blm/ [Skoðað:Aug. 9, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: