Börkurinn er kraftmestur á vorin og haustin þegar hann er safaríkastur. Börkinn er best að taka á rökum degi þegar hann flagnar auðveldlega af stofni og greinum. Best er að taka börkin af þykkum greinum sterk byggðra trjáa eða af stofni trája sem hafa verið felld. Það drepur tré ef börkurinn er tekinn allan hringinn af stofni þess og því skal forðast að bakfletta stofn lifandi trés.

Hreinsið börkinn síðan vel og skerið hann niður í smáa bita til þurrkunar.  

Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Börkur“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/04/13/brkur/ [Skoðað:Aug. 9, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: