Af hverju að fara langt þegar þú getur notið góðs sumarfrís í næsta nágrenni. Alltof margir ferðast um hálfan hnöttinn en gleyma að ferðast um sitt eigið land. Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að ...

Endurvinnsla stuðlar að því að efni í umferð komist aftur í hringrásina og minnki þannig álag á auðlindir. Við neytendur verðum að gera okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að versla vörur, bæði vegna innihaldsins og vegna umbúðanna.
Umbúðir eru úr ýmsum efnum, sumum endurvinnanlegum og öðrum ekki. Gler-, málm- og pappírsumbúðir eru umhverfisvænni en plastumbúðir því gler ...
Timbur skal flokka í tvo flokka. 1. Allt timbur nema hvítmálað og plasthúðað2. Hvítmálað og plasthúðað timbur Timbur er kurlað í timburtætara. Flokkur 1 er að mestu endurnýttur sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis í Járnblendiverksmiðjunni, Grundartanga. Þesskonar endurnýting á timbri er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Timbur er yfirleitt nýtt sem orkugjafi erlendis en við sem höfum vistvæna orkuframleiðslu ...
Áætlað er að Íslendingar fleygi hátt í 60 tonnum árlega af kertaafgöngum. Þar er á ferðinni gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis.
Kertaafgöngum er hægt að skila í sérstakar tunnur á endurvinnslustöðvum víða um land. Einnig er tekið við þeim á bensínstöðvum Olís.
Í Kertagerð Sólheima eru kertaafgangarnir gróft flokkaðir eftir lit. Vaxið ...

Vörur sem fólk kaupir og notar daglega innihalda efni sem eiga að auka endingu varanna, gera þær mýkri, minnka brunahættu osfrv. Kaupmynstur okkar endurspeglast á heimilum okkar á máta sem fæstir gera sér grein fyrir. Það er til dæmis hægt að greina yfir 150 mismunandi efni í „rykrottum“ á hverju meðalheimili. Mörg þeirra koma frá efnum sem Evrópusambandið hefur metið ...
Kadmíum er eins og kvikasilfur talið eitt af hættulegustu eiturefnum í þjóðfélaginu í dag þar sem það er frumefni og eyðist aldrei úr náttúrunni.
Heilsuáhrif
Fólk fær í aðallega í sig kadmíum í gegnum matinn sem það borðar. Kornvara, rótarávextir og grænmeti standa fyrir um 75 prósent af kadmíum sem fólk fær í sig. Kadmíum finnst einnig í innanmat, skeldýrum ...

Rapunzel hefur lengi boðið upp á lífrænt ræktaðar vörur og hefur í samstarfi við The Institute for Marketecology (IMO), alþjóðlega vottunarstofu þróað eigin sanngirnisvottun: „Hand in Hand”. Rapunzel er dæmi um fyrirtæki sem valið hefur þá leið að vera með eigin merki, bæði lífrænt ræktað og sanngirnisvottað. Vörur sem merktar eru „Hand in Hand“ innihalda a.m.k. 50% hráefni ...
Talning umbúða
Vönduð flokkun og talning skilagjaldsskyldra umbúða er nauðsynleg! Forsenda þess að hægt sé að endurvinna skilagjaldsskyldar umbúðir er að þeim sé skilað vel flokkuðum. Endurvinnslan leggur mikla áherslu á það við viðskiptavini sína að flokka vel eftir umbúðategundum (dósir, plastflöskur og glerflöskur) og framvísa nákvæmri talningu á hverri umbúðategund fyrir sig þegar umbúðum er skilað á endurvinnslustöðvar.
Hvaða ...

Það eru til nokkur orkumerki í heiminum í dag og það þekktasta er líklega „Energy Star“ sem er orkumerki sem er upprunnið og í umsjá Umhverfisstofnunar og Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Eins og gefur að skila þá ná flest orkumerki yfir rafmagnsvörur. Almennt má segja að sú orka sem fellur á einungis brot af jörðinni nægir til allra þarfa mannfólksins og því ...
Næstum því allt sem við gerum skapar einhvern úrgang eða hefur einhverja mengun í för með sér. Úrgangsfjallið sem fellur til á hverju ári er stórt og á hverju ári fara stór landflæmi undir urðun sorps. Að draga úr úrgangsmyndun er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir umhverfið. Myndun úrgangs felur í sér sóun á hráefnum sem ...
Energy star
Energy star er upphaflega verkefni á vegum Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) og var merkið fyst kynnt árið 1992. Í byrjun náði merkið aðallega yfir tölvur og tölvuskjái en hefur síðan þá þróast í að ná yfir öll helstu raftæki sem eru í notkun á skrifstofum og á heimili fólks. Markmiðið er að merkið eigi í framtíðinni að ná yfir ...
Blþ er eins og kadmíum og kvikasilfur talið eitt af hættulegustu eiturefnum í þjóðfélaginu í dag þar sem það er frumefni og eyðist aldrei úr náttúrunni. Notkun þess hefur hins vegar á seinustu árum minnkað mjög mikið sérstaklega eftir að hætt var að setja blý í bensín.
Heilsuáhrif
Blþ getur haft áhrif á miðtaugakerfið, og haft í för með sér ...
Kvikasilfur (Hg) er eitt af hættulegustu eiturefnunum í umhverfinu þar sem það eyðist aldrei úr náttúrunni. Bakteríur eða örverur í jarðvegi eða vatni geta breytt kvikasilfri í enn hættulegri efnasamband, metyl–kvikasilfur sem er bæði lífrænt og þrávirkt og safnast þar af leiðandi í fituvef dýra eftir því sem ofar dregur í næringarkeðjunni. Hafi kvikasilfur einu sinni komist í náttúruna ...

Á Íslandi eru framleiðendur og innflytjendur efna skyldugir að láta notanda, sem notar efnið í atvinnuskyni, í té öryggisblað sem inniheldur allar helstu upplýsingar um eiginleika efnisins og hvernig skuli bregðast við slysum. Upplýsingarnar sem eiga að koma fram á blaðinu eru eftirfarandi:
- Heiti efnis eða efnavöru og upplýsingar um framleiðanda, innflytjanda eða seljanda
- Samsetningu/upplýsingar um innihald
- Hættuflokkun
- Skyndihjálp ...
Hvað flokkast sem spilliefni
Á heimilum:
Ýmiskonar hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni t.d. terpentína, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur ...
Hagnaður af endursölu rennur til Samtaka íslenskra kristniboðsfélaga.
Í þennan flokk fer t.d. tölvupappír, skrifpappír, faxpappír, sjálfafritandi nótur (NCR pappír) og hvítur afskurður frá prentsmiðjum.
Hvað fer ekki í þennan flokk
Ekki má setja litaðan ljósritunarpappír, skilaboðamiða með lími, umslög eða þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar).
Hvert á að skila
Almenningur getur skilað þessum pappír með dagblöðum og tímaritum ...
Í rafhlöðum geta verið spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna ...
Flokka skal allar umbúðir sem ekki bera skilagjald (gosflöskur), s.s. sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur, plastbakka undan ýmsum matvörum, plastpoka ýmiskonar, plastílát undan mjólkurdrykkjum, jógúrtdósir, plastílát undan hreinsiefnum o.fl.
Hvernig á að flokka plastumbúðir
Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar- eða efnaleifa. Umbúðir skulu vera án loks og tappa en lok og tappar mega þó fylgja ...
Margskonar málmhlutir falla til á heimilinu t.d. niðursuðudósir, álpappír, málmurinn utan um sprittkerti og málmlok af krukkum en einnig eru húsgögn oft að hluta eða alveg úr málmi.
Hvernig á að flokka
Niðursuðudósir skal skola áður en þeim er skilað til endurvinnslu og álpappír og umbúðir skulu vera án matarleifa. Málmur ætti ekki að fara ...
Um er að ræða:
Jarðefni:
Uppgrafinn ómengaður jarðvegur sem fjarlægja þarf t.d. af byggingasvæðum s.s. grjót, möl, sandur, mold og leir.
Steinefni:
Steypu- og múrbrot, hellur, rör og aðrar smærri framleiðslueiningar úr steinsteypu.
Ef losa þarf þessi efni í miklu magni bendum við fólki á að losa beint á jarðvegstippa sveitarfélaganna ...
Allan húsbúnað, raftæki og annað sem fólk vill að fari í endurnotkun, t.d. borð, stólar, rúm, ísskápar, þvottavélar, bækur diskar og bollar svo eitthvað sé nefnt.
Hvert á að skila
Í nytjagáma á endurvinnslustöðvum.
Endurnotkun
Þessir hlutir fara í Góða hirðinn. Þar eru hlutirnir yfirfarnir og seldir á vægu verði.
Ágóði af sölunni rennur til ...
Haustið
Haustið, hvenær byrjar það? Þegar vötn og lygnar ár verða sterkblá eins og til að endurspegla trega himinsins. Þessi hausttregi minnir á sársætan söknuð konu sem er að eldast og það er gott og lífið er ljúft, en einstöku sinnum stingur upp kollinum endurminning frá munaðarfullum léttleika æskunnar. Þó maður væri heimskur þá – það var eitthvað við það. Um ...
Það sem helst fellur til inn á heimilum eru glerkrukkur undan t.d. sósum ýmiskonar, majónesi og öðru matarkyns og skal skola þessar krukkur áður en þeim er skilað í gáminn. Glerbrot, flísar, keramikmunir og postulín (t.d. klósett, vaskar) fara einnig í þennan gám.
Hvað fer ekki í þennan flokk
Málmlok af krukkunum eru sett í ...
Hvernig á að flokka?
- Gra
- Trjágreinar
- Annað, s.s. blómaafskurður, illgresi, þökuafgangar eða þökuafskurður
Ofangreindu skal haldið aðskildu.
Hvað fer ekki í þennan flokk?
Grjót og jarðvegur er flokkaður frá garðaúrgangi.
Hvað er gert við hráefnið?
Molta er úrvals áburður eða bætiefni í beðin og á grasflötina. Mikilvægt er að aðskilja trjágreinar frá grasi og blómaafskurði við flokkun á garðaúrgangi ...
Allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnað, barnafatnað, yfirhafnir, gluggatjöld og áklæði, teppi og handklæði.
Hvernig á að skila
Föt og klæði þurfa að vera hrein, þurr og pökkuð í lokaðan plastpoka.
Hvert á að skila
Á endurvinnslustöðvar í gáma merkta Rauða krossi Íslands.
Hvað verður um fatnað og klæði
Föt og klæði sem skilað er á endurvinnslustöðvar ...
Í þennan flokk má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst og prentpappír sem til fellur á heimilum. Hefti og smærri gormar eru óskaðleg við endurvinnslu.
Ekki má setja plast, pappa (t.d. morgunkornspakka, skókassa og annað þessháttar), skilaboðamiða með lími, þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar) og bækur með harðri kápu. Aðskotahlutir rþra endurvinnslugildi ...
Allur bylgjupappi, t.d. pappakassar og pitsukassar.
Bylgjupappa er hægt að þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Það er í lagi að bylgjupappinn sé áprentaður, plasthúðaður og litsterkur.
Hvað fer ekki í bylgjupappagám
Allur annar pappi t.d. morgunkornspakkar, skókassinn, eggjabakkinn, fernur og ýmsar umbúðir undan matvælum fer EKKI sem bylgjupappi. Það er ...
Heimajarðgerð er meðhöndlun á lífrænum úrgangi tilvalin fyrir þá sem búa í dreifbýli og garðaeigendur í þéttbýli. Heimajarðgerð má í raun skipta í tvo flokka. Lægra stig og efra stig. Lægra stigið er þá jarðgerð á þeim lífrænu efnum sem falla til í garðinum, gras, greinar, afklippur plantna og einnig það sem fellur til í eldhúsinu úr plönturíkinu, grænmetisafgangar ...