Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa tvær rætur, þykka og þunna. Sú þykkari örvar kvensemi og líkamlega lysting, en grennri rótina skal gefa manni til hreinlífis“. Tilvitnun lýkur.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir um brönugrasið m.a.: „Rótin var talin auka frjósemi karla og kvenna og var talin koma í veg fyrir fósturmissi snemma á meðgöngutímanum. Einnig var hún talin styrkja legið og búa líkamann undir fæðinguna. Brönugrös þóttu mjög góð við hósta og hæsi. Smyrsl gerð úr rótunum þykja góð við útbrotum og slæmum sárum“.

*Jurtir sem gott er að tína og eða nota á Jónsmessu eða Jónsmessunótt.

Ljósmynd: Brönugras, Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
June 19, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Brönugrös og frygðin“, Náttúran.is: June 19, 2015 URL: http://natturan.is/d/2007/03/21/bronugros_frygdin/ [Skoðað:Sept. 22, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: June 19, 2015

Messages: