Nýlega náði Hótel Anna á Moldnúpi þeim áfanga að fá vottun Green Globe, en Green Globe eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum og vottun umhverfisvænna starfshátta.
Til þess að fá vottun Green Globe þurfti Hótel Anna að ná viðmiðum ákveðinna lykilatriða s.s. varðandi vatnsnotkun, sorpmál og orkunýtingu. Fyrirtækið þurfti að vera fyrir ofan viðmiðunarlínu Green Globe, sem er fundin út með því að bera upplýsingarnar saman við frammistöðu annarra fyrirtækja af svipaðri stærðargráðu, starfandi á sama sviði og við sambærilegar aðstæður.
Því næst var unnið að sjálfu vottunarferlinu sem felst í að setja upp umhverfisstjórnunarkerfi og fá síðan óháðan úttektaraðila til að taka út fyrirtækið. Í dag er það Hólaskóli-Háskólinn á Hólum sem hefur yfirumsjón með úttektum Green Globe hér á landi. Sjá nánar. Með þessum árangri hefur Hótel Anna sýnt fram á að fyrirtækið starfar nú markvisst eftir fyrirtækjastaðli Green Globe.

Viðskiptavinir Green Globe geta verið þess fullvissir að þeir eru að skipta við ferðaþjónustuaðila sem leggja sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærari þróun ferðaþjónustu á Íslandi.
Sjá vef Hótel Önnu.

Hótel Anna er sveitahótel innan Ferðaþjónustu bænda og samkvæmt flokkun gististaða hjá Ferðamálastofu er hér um 3ja stjörnu gististað að ræða.
Ferðaþjónusta bænda – í fararbroddi í umhverfisvænni ferðaþjónustu og hefur á síðastliðnum árum hvatt félagsmenn til að stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustu. Hótel Anna er annað fyrirtækið innan Ferðaþjónustu bænda sem fær Green Globe vottun og eru fleiri félagsmenn að stefna að sama marki. Hitt er Hótel Hellnar á Snæfellsnesi.
Sjá vef Ferðaþjónustu bænda. Sjá alþjóðlegann vef GreenGlobe.

Merki: Green Globe Certified þ.e. fullnaðarvottun Green Globe

Birt:
Aug. 25, 2006
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hótel Anna fær Green Globe 21 fullnaðarvottun“, Náttúran.is: Aug. 25, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/hotel_anna/ [Skoðað:March 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: Jan. 16, 2008

Messages: