Í nýjastu tölublaði tímaritsins Newsweek eru grænar lausnir og aðferðafræði aðalmálið. Bandaríkjamenn hafa tekið umhverfismálin upp á sína arma. Umhverfisvæn hönnun, uppfynningar og lífsstíll eru nú „það heitasta“. Græna bylgjan er mótsvar við sofandahætti stjórnvalda á sviði orku- og umhverfisverndarmála um áratuga skeið og hinn almenni ameríkani sér ástæðu til að taka á málunum nú, enda ekki undir huliðshjálmi lengur, að framtíð okkar á þessari jörð er hreint og beint í húfi, verði ekkert gert til að stemma stigu við mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í blaðinu er fjallað um vindmillur, sólarrafhlöðu-handtöskur, Willie Nelson (BioWillie), agnarsmáa bíla (TrafficTango), orkusparnaðar-uppfynningar framsækinna arkitekta, hönnun úr endurunnum efnum t.a.m. veggeinangrun úr gömlum gallabuxum, o.m.fl. Myndin er af forsíðu Newsweek. Sjá nánar um grænkunina.

Birt:
July 11, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ameríka grænkar - Newsweek“, Náttúran.is: July 11, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/amerika_graen/ [Skoðað:Dec. 5, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 4, 2007

Messages: