HvítsmáriÞað hefur löngum vakið forvitni mína hvernig stendur á því að hvítsmárinn [Trifolium repens] vex í hringi og eins og flokkur fjöldi blóma myndi eyjur eða kransa sem eru jafnan grænni og grónari innan kransins en utan. Þessi dularfulla jurt var í barnæsku minni, lykill að óskabrunni, findi maður fjögurra blaða smára. Mig minnir að ég hafi nokkrum sinnum fundið ...

Ljósatvítönn [Lamium album] er innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi og á vestanverðu Suðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum. Myndin var einmitt tekin í garði við eyðibýli í Flóabyggð. Heimildaleit leiddi í ljós að ekki virðist vera mikið vitað um virkni jurtarinnar hér á landi, né á hún sér sögu ...

Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að ...

Horblaðka (Menyathes trifoliata) er algeng í votlendi, síkjum og grunnum tjörnum, um allt land. Í plöntunni eru bitrir sykrungar, þ.á.m. lóganín og fólíamentín, einnig flavonar, sápungar, ilmolíur, inúlín, kólín, C-vítamín og joð. Nota má blöð horblöðkunnar til að örva meltingu og hægðir, auk þess sem inntaka virkar bólgueyðandi, þvagdrífandi og hitastillandi. Um notkun segir Arnbjörg Linda Jónhannsdóttir grasalæknir ...

Baldursbrá [Matricaria maritima] - Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason, segir í undirtexta sem vísar í þjóðlegar heimildir*:„Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna (matricaria komið af matrix, leg; skylt mater, móðir). Hún átti að leiða tíðir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð ...

Endingarnar „stör, grös, finningur, sef, gresi, laukur, puntur, fax, hveiti, reyr, toppa, gras, hæra, skúfur skegg og nál“, eru seinni nafnhlutar hinna ýmsu grasategunda sem vaxa hér á landi. Um þessar mundir eru grösin í sínum árlega fjölgunarham og tún og móar fá á sig litslykju af ríkjandi fræhulstrum á svæðinu. Litirnir eru fjölbreyttir og ægifagrir og leggjast yfir græna ...

Uppstillingar á við þessa má nú finna um víðan völl, enda náttúran önnum kafin við að auka kyn sitt og skartar til þess sínu fegursta.

Fremst í hópi þessara sandelsku plantna er geldingahnappur [Armeria maritima] á sínum fallegasta blómgunartíma, til hægri er blóðberg [Thymus praecox ssp. arcticus]. Ofan við blómplönturnar er kattartunga [Plantago maritima].

„Góð og forstöndug húsmóðir gætir þess jafnan að allur hennar matur sé hreinn, þokkalegur álits, smekkgóður og allra helst að hann hollur sé. Hér til vandar hún mest hreinláta meðferð allra hluta, helst matvælanna og allra þeirra kera og íláta. sem þar til brúkast, svo sem eru mjaltafötur, rjómatrog og dallar, samt öll keröld, sem til matar er höfð. Hún ...

Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er ...

Fjallagrös [Cetraria islandica] eru algeng um allt land og hafa verið mikilvæg björg í bú hér áður fyrr enda góð til matar og lækninga. Grösin voru soðin í mjólk og heitir það grasamjólk. Grösin vour einnig notuð í brauðbakstur og í dag eru Fjallagrasabrauð m.a. bökuð í Brauðhúsinu í Grímsbæ auk þess sem fyrirtækið Íslensk fjallagrös ehf þróa og ...

„Túnfífillinn [Taraxacum officinale] er sennilega sú jurt sem nú er mest notuð til lækninga. Margir blanda sama rót og blöðum til að nýta verkun beggja hluta sem best. Blöðin, sem eru mjög næringarík, verka lítið á lifrina, en eru þvagdrífandi og innihalda mikið af kalíum. Þau eru því mikið notuð við bjúg, einkum ef hann orsakast af máttlitlu hjarta. Rótin ...

Laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 - 16.30 verður opin ráðstefna í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði um þá framtíðarsýn, að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.

Ráðstefna þessi er í framhaldi af ráðstefnum og fundum Landverndar um framtíðarsýn samtakanna á Reykjanesskaga og hvað hann hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna ...

Sá fjárhagslegi ávinningur fyrir Hafnarfjarðarbæ sem hvað mest hefur verið flaggað er nú brostinn þar sem að frumvarp sem staðfesta átti samning ríkisins við álverið í Straumsvík var ekki afgreitt sem lög fyrir þinglok. Með lögunum átti Alcan að ganga inn í hið almenna skattkerfi og Hafnarfjarðarbær gæti þannig innheimt fasteignagjöld af verksmiðjunni sem reiknuð höfðu verið upp á um ...

Sýningin 3L EXPO opnaði í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem að stór þemasýning er haldin í kringum heilsu og vellíðan á Íslandi. Tæplega 200 aðilar kynna vörur og þjónustu á sýningunni. Sýningin stendur til mánudagsins 11. ágúst. Á sýningartímanum verða jafnframt fluttir fjölda áhugaverðra fyrirlestra.


Á myndinni sést sýningarturn og bás Heilsuhússins.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Fyrirtækið Ísplöntur opnaði nýjan vef fyrir nokkr síðan. Vefurinn er allur unnin af eiganda fyrirtækisins Jóni E. Gunnlaugssyni. Jón er fjölhæfur frumkvöðull sem gerir allt sjálfur. Hann teiknaði myndirnar og hannaði vefinn auk þess sem hann að sjálsögðu stofnaði fyrirtækið og stendur að víðtækri lífrænni ræktun, framleiðslu og vöruhönnun. Ísplöntur framleiða fjölda lækningajurta og jurta sem notaðar eru í fæðubótaefni ...

Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Tuttugu til þrjátíu milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun - samkvæmt uppgefnum tölum Landsvirkjunar.
-
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ítrekað gagnrýnt neikvæða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og þá einkum hversu litlar kröfur Landsvirkjun (eigendur fyrirtækisins) gera til arðsemi fjárfestingarinnar. Nú má reikna hana með tölum sem Landsvirkjun gefur upp í nýju og endurskoðuðu arðsemismati sem birt er á vefsíðu fyrirtækisins (sjá ...
Í frétt frá Umhverfisstofnun segir að fyrirhugað sé á vettvangi Evrópusambandsins að banna notkun 63 efna sem notuð eru í hárlitunarvörur. Þetta er niðurstaða átaks um að draga úr notkun skaðlegra efna í hárlitunarvörum í samvinnu við fulltrúa í snyrtivöruiðnaðnum. Þessi efni eru líkleg til að skaða heilsu fólks hvort tveggja almennra neytenda og starfsfólks á hárgreiðslustofum. Bann þetta mun ...

Vistvernd í verki sem er íslenska heitið á Global Action Plan for the earth (GAP), alþjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili en Ísland er eitt af 19 löndum sem verkefnið hefur náð fótfestu í. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Vistvernd í verki byggist ...

Christopher Lund hefur tekið óviðjafnanlega ljósmyndaseríu af hálendinu norðan Vatnajökuls sem hann nefnir Augnablik á Öræfum.

Sýninguna tileinkar Chris þeim Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, fararstjórum hjá Augnabliki sem hafa gefið mörg hundruð manns tækifæri á að kynna sér Öræfin við Snæfell og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á sinn einstaka hátt.

Náttúruskóli Reykjavíkur opnaði nýjan vef þann 31. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni umhverfissviðs, menntasviðs Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Markmið vefsins er að efla útikennslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkur og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Helena Ólafsdóttir, verkefnisstjóri og Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar opnaði vefinn við viðhöfn í ...
Reykjanesskagi og framtíðarsýn - Eldfjallagarður og fólkvangur. Tónlistarmenn af Suðurnesjum leggja málefninu lið og Rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík, fimmtudaginn 14. 09. ´06 og í Frumleikhúsinu í Keflavík föstudaginn 15. 09.´06.

Fram koma: Deep Jimi and Zep Creams, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn, Þröstur Jóhannsson, Koja, Tommygun, Victory or death ...
Landvernd mun kynna framtíðarsýn sína um Reykjanesskagann sem eldfjallagarð og fólkvang í Norræna húsinu þ. 07. 09 kl. 13:00. Fjallað verður um þá fjölmörgu möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða í náttúruvernd, útivist, ferðaþjónustu og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna.
Fundarstjóri verður Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar.
Myndin AN INCONVENIENT TRUTH (Óþægilegur sannleikur) var sýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn og í gær laugardag. Enn eru tvær sýningar eftir á myndinni og eru önnur í dag sunnudaginn 03.09. kl. 20:00 og hin þriðjudaginn 05.09. kl. 17:40.
Þessi magnaða mynd er í raun kvikmyndaútgáfa af glærufyrirlestri sem Al Gore hefur ferðast með og haldið fyrir ...
YFIRLÝSING FRÁ HÓPI FÓLKS SEM LÆTUR SIG NÁTTÚRU OG LÍFRÍKI ÚLFLJÓTSVATNS VARÐA
-

Hópurinn fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að draga verulega úr áformum um frístundabyggð við Úlfljótsvatn, úr 6-700 lóðum í 60 lóðir. Hópurinn treystir því að við skipulagningu þeirra lóða verði vel gætt að náttúru og lífríki svæðisins þannig að sem minnst rask verði.
-
Þá fagnar hópurinn þeirri ...
Þriðjudaginn 5. september kl. 18:00 mun myndlistarmaðurinn Rúrí flytja gjörninginn „Tileinkun“ við brúna hjá Drekkingarhyl, í Almannagjá að Þingvöllum.
Hér er um einstakt stórvirki að ræða og eru flytjendur fimm talsins. Verkið verður eingöngu framið þetta eina skipti. Gjörningurinn er hluti af sýningunni “Mega vott“ sem hefst í Hafnarborg þ. 02. 09. 2006.
Aðgangur er ókeypis og er öllum ...
Septembergöngur Skógræktarfélags Reykjavíkur eru að hefjast:
Alla laugardaga í september býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða léttar fræðslugöngur með skemmtilegu ívafi.
-
Allar göngurnar hefjast kl 11:00 og standa í 1-3 tíma. Göngurnar eru léttar og henta öllum aldurshópum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
-

Skilagjald á einnota umbúðum hækkar úr níu krónum í tíu krónur nú um mánaðarmótin.
Skilagjald mun síðan hækka í takt við vísitölu neysluverðs.
Skilagjald er lagt á einnota umbúðir fyrir gosdrykki, vatn, tilbúna ávaxtasafa og áfenga drykki.
Á síðasta ári var 85 milljón eintaka af einnota umbúðum skilað til Endurvinnslunnar eða 83% seldra umbúða.
Miðað við hækkað skilagjald var verðmæti ...

Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi.
Leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum fæst gefins um land allt. Í Leiðabókinni Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir.
Í síðustu viku var kynnt skýrsla starfshóps um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi, undir yfirskriftinni „Lífræn framleiðsla – Ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar“. Starfshópurinn sem vann að skýrslunni var skipaður fulltrúum Vottunarstofunnar Túns, Staðardagskrár 21 og Byggðastofnunar. Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga (sjá fréttina og skýrsluna).
Í skýrslunni kemur m.a. fram ...
Sjálfbærar byggingar á Íslandi - Staðan í dag og framtíðarhorfur
verður haldið í Sesseljuhúsi umhverfissetri að Sólheimum, miðvikudaginn 20. 09. 2006,
kl. 12:30-17:00. Málþingið er haldið á vegum Sesseljuhúss og Orkuseturs.
-
Dagskrá:

12:30-13:30 Varis Bokalders, arkitekt. Ekokultur Konsulter AB, Stokkhólmi.
What is a sustainable building and what does it look like?
13:30-13:55 Árni Friðriksson, arkitekt ...
Nú þegar mánaðarmótin ágúst, september nálgast, og fyrstu fréttir af næturfrostum á hálendinu hafa borist, er ekki seinna vænna að fara að huga að berjatínslu og vinnslu þeirra verðmæta sem í berjunum felast. Á suður- og vesturlandi er berjatíðin ekki dásömuð líkt og á austurlandi, enda sumarið á suðvesturhluta landsins verið ákaflega sólarlítið og hitinn framan af sumri ekki hvetjandi ...
Útskurðarmeistarinn Ragnheiður Magnúsdóttir í Gígjarhólskoti í Biskupstungum var valinn Handverksmaður ársins 2006 á Handverkshátíðinni í Hrafnagili nú í mánuðinum. Ranka í Kotinu, eins og hún er jafnan kölluð af sveitungum sínum hefur einstaka formtilfinningu og tæknina fullkomnlega á sínu valdi. Verk hennar eru sannkölluð listaverk og er hún vel að útnefningunni komin. Viðfangsefni hennar eru nátengd næsta nágrenni hennar s ...
Nýlega náði Hótel Anna á Moldnúpi þeim áfanga að fá vottun Green Globe, en Green Globe eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum og vottun umhverfisvænna starfshátta.
Til þess að fá vottun Green Globe þurfti Hótel Anna að ná viðmiðum ákveðinna lykilatriða s.s. varðandi vatnsnotkun, sorpmál og orkunýtingu. Fyrirtækið þurfti að vera fyrir ofan viðmiðunarlínu Green Globe ...

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Guðlaugur Þór Þórðarson og forstjóri OR Guðmundur Þóroddsson, tilkynntu um áfnám tjáningarhafta þeirra sem legið hafa á Grími Bjarnasyni jarðeðlisfræðingi, starfsmanni Orkuveitunnar, varðandi Kárahnjúkavirkjun, á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Afnám haftanna á Grím koma í kjölfar utanaðkomandi þrýstings um að málfrelsi sé undirstaða lýðræðisins og því ekki forsvaranlegt að vísa í starfsreglur fyrirtækisins til að hamla ...

Laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00 - 17:00 mun lífræna búið Skaftholt í Gnúpverjahreppi opna dyr sínar eins og gert hefur verið undanfarin fimmtán ár. Að Skaftholti er starfrækt heimili fyrir 8 þroskahefta einstaklinga þar sem lifað er og starfað í sátt við náttúruna. Að Skaftholti hefur verið stundaður lífrænn búskapur allt frá árinu 1980 og er heimilið sjálfum sér ...

Göngufélagið Líttu þér nær hefur um áraraðir gengið vítt og breytt um Hellisheiði og Hengilssvæðið. Hinn margfróði Björn Pálsson sagn- og jarðfræðingur er leiðsögumaður göngufélagsins og er öllum heimil ókeypis þátttaka. Gönguhraði er miðaður við að sem flestir geti tekið þátt í ferðunum, allt frá fjögurra ára til áttræðs. Að sögn Björns er náttúrufegurðin á svæðinu ólýsanleg og gerist hann ...

Í tilefni endurútgáfu bókarinnar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur verður höfundurinn með leiðsögn í Viðey laugardaginn 19. ágúst. Ætigarðurinn seldist upp á tæpu ári. Aðspurð um tilhögun ferðarinnar sagði Hildur „Það þarf ekki að panta í Viðey, bara koma. Það verða þrjár ferðir í Viðey 2:30 - 3:30 - 4:30 og við ætlum að tala um þetta sem ...

Námskeið um ræktun og notkun mat- og kryddjurta verður haldið í Grasagarði Reykjavíkur dagana 22. og 24. ágúst nk. Uppbygging matjurtagarðs, lífræn ræktun og notkun afurðanna eru meðal atriða sem tekin verða fyrir á námskeiðinu. Einnig verður ræktun einstakra tegunda rædd, skiptiræktun, sjúkdómar og meindýr. Í mat- og kryddgjurtagarði Grasagarðsins eru um 130 tegundir og yrki í ræktun og í ...

Stjórn Náttúruvaktarinnar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
-
Nátturuvaktin skorar á stjórnvöld að efna tafarlaust til úttektar af hópi óháðra sérfræðinga á Kárahnjúkasvæðinu. Nú liggur fyrir að fjöldi sérfræðinga hafa lýst yfir áhyggjum sínum af jarðfræðihættum tengdum botni Hálslóns og virkni á Kárahnjúkasvæðinu. Svo virðist sem þær rannsóknir á vegum Landsvirkjunar sem lagðar voru til grundvallar framkvæmdum við Hálslón hafi ...
Undanfarið hefur umræðan um jarðfræðilegan grundvöll Kárahnjúkavirkjunar verið endurvakin í fjölmiðlum. Áður en virkjunin var samþykkt á Alþingi var talsverð umræða um sprungur á svæðinu. Þá létu virtir jarðvísindamenn í ljós skoðanir sínar í þá veru að vert væri að rannsaka svæðið betur. Stíflustæðin eru á svæði sem telst virkt umbrotasvæði mitt á milli tveggja svæða sem eru og hafa ...
Á Hellu í Rangárþingi ytra voru Töðugjöld haldin hátíðleg í dag. Meðal dagskráratriða hátíðarinnar voru nokkrar verðlaunaafhendingar.
Hleðslumeistarinn Víglundur Kristjánsson fékk „frumkvöðlaverðlaun“ fyrir stórfelldar hugmyndir sínar um að koma á fót Íslandsveröld þar sem gestum gefst kostur á að kynnast lífi víkinga af eigin raun.
„Umhverfisverðlaun“ Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins hlaut Náttúran.is

Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Tryggvadóttir.

Allt frítt - Matur - Skemmtun - Tjaldstæði - Allir velkomnir !
-
Fiskidagurinn mikli "Fjölskylduhátíð" er haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð ár hvert á fyrsta laugardegi eftir verslunarmannahelgina. Fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu ásamt góðum styrktaraðilum bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu milli kl 11:00 og 17:00.

Sjá vef hátíðarinnar.

 

 

Uppskera og Handverk 2006 að Hrafnagili var sett með viðhöfn í gær kl. 16:00.
Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri setti sýninguna og Jón Marinó Jónsson sagði sögu einnar fiðlu. Þar á eftir var frumflutningur á fiðlu Jóns Marinós. Fjölmargir sóttu sýninguna á fyrsta degi og var hún afar litrík.
Sýningarsvæði handverksfólks er á yfir eitt þúsund fermetra svæði – bæði inni í ...

Náttúran óskar eftir að fá leiðsögn í sveppatínslu og sveppagreiningu frá einhverjum áhugasömum og upplýstum sveppakunnáttumanni á landinu. Myndin er af sveppaþyrpingu sem ekki tókst að greina til fullnustu, þó komst náttúran.is að því að hér er um hvelfda fansveppi að ræða, en það finnast henni rþrar upplýsingar.

Ragnhildur Jónsdóttir útskrifaðis úr deild þrívíðrar hönnunar LHÍ nú í vor. Á útskriftarsýningu nemenda í Listassafni Reykjavíkur, sýndi hún m.a. þessi lífrænu leikföng. Hugmyndin byggir á nútíma markaðssetningu gömlu íslensku leikfanganna úr sveitinni; kjálkum, hornum, leggjum og tönnum úr búfénaði. Beinin eru „markaðssett“ í lofttæmdum umbúðum, í neytendapakkningum, undir yfirskriftinni Ímyndun - Lífrænt ræktuð leikföng. Tilvísunin í að ímyndunaraflið hafi ...

Hafnarborg - 8. júlí til 28. ágúst 2006.
„Meðan eldurinn brennur hugsar hann ekki um hraunið, og þegar hraunið storknar gleymir það eldinum. Svo kemur mosinn og breiðir gráa sæng yfir landið. Líf án hvíldar er andstaða kyrrstöðunnar. Eldurinn heldur áfram í mosanum, mosinn heldur áfram í lynginu, lyngið í málverkinu. Og allt verður grænt.“ Jóhannes Kjarval.
-
Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu ...
Þjóðgarð eða orkuvinnslu, fuglasöng eða túrbínusuð? Þetta er kannski ekki svona auðvelt. Ekki frekar en að val okkar snúist um sauðskinnsskó og velling eða hagsæla framtíð! Flestir ættu að geta sammælst um að náttúran sé bein og óbein uppspretta lífsgæða okkar og í því felst einmitt þversögnin að með bættum lífsgæðum og meiri frítíma hefur áhugi fólks á náttúrunni og ...
Helluhnoðri [Sedum acre] blómstrar um þessar mundir á melum og í klettum um allt land. Mjólk, sem helluhnoðri var soðinn í, er góð við skyrbjúgi og munnfýlu. Jurtin purgerar vel og læknar lífsýki. Saftin þar af gjörir hæga uppsölu, hreinsar ný ru. Við hósta, kvefi og brjóstveiki er jurtin alþekkt lækning. Við holdsveiki er það gott og reynt ráð að ...
Góðviðrisdagar sumarsins eru grasalækninum mikilvægir og nýttir til hins þtrasta. Þuríður Guðmundsdóttir nýtti sér blíðuna í vikunni til að afla fanga í snyrtivörurnar sínar, en hér sést hún í hvannargarðinum sínum að leita ferskustu blaðsprotanna, en eins og sjá má er ætihvönnin [Angelica archangelica] gríðarlega ræktarleg og skákar eiganda sínum að hæð. Hvönn ný tir hún meðal annars í Taer ...

Fjölskyldudagar við Snæfell (á Kárahnjúkasvæðinu) 21. til 31. júlí 2006

Í gær hófst ganga Íslandsvina frá hjá Töfrafossi, í 625 metra hæð, við efri mörk fyrirhugaðs Hálslóns. Gengið var niður með Kringislárgljúfri með útsýni inn á Kringilsárrana, að ármótum Jöklu og Kringilsár. Síðan var gengið vestan megin við Jöklu í stórbrotnum lyng- og víðivöxnum gljúfrum, þar sem eru fjölmörg og ...

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um framkvæmd verndunar Þingvallavatns. Reglugerðin byggir á lögum sem samþykkt voru árið 2005, en þau fela m.a. í sér verndun vatnasviðs svæðisins sem er skilgreint frá Hengli til Langjökuls, þ.e. yfirborðsvatns og grunnvatns og tekur til verndunar búsvæða og hrygningasvæða bleikjuafbrigða og urriðastofna í vatninu. Strangar kröfur verða settar um frárennsli frá ...

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, húsgagnahönnuður, hefur á síðustu árum einbeitt sér nokkuð að hugtakinu stóll. Eins og skarpt hugsandi hönnuði ber, rúllar hún upp hugmyndum sem tengjast sögulegri hönnun stólsins frá ýmsum tímabilum, áferð, efni, notkun og uppruna, og vinnur úr þessum hugsanatengingum, áþreifanlega þrívíða/tvívíða stóla, oft með lífrænum tilvísunum í mynstrum og formum. Útkoman eru æsandi skemmtilegir stólar sem ...

Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn, um 1858, lagði Sigurður Guðmundson (1833-1874) metnað sinn í að „bæta smekk“ landans, enda mikill þjóðernissinni, og vann í því sambandi að nýjum þjóðbúningi sem prýddur væri með blómamynstrum sem „ekki væru skrumskæling erlendra blóma, heldur byggðist á hinni íslensku flóru, þeirri sem algengust er“. Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn, um 1858, lagði Sigurður Guðmundson ...
Umhverfisstofnun tilkynnti í dag um nýja reglugerð um umhverfismerki fyrir vörur og þjónustu. Það er fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn og umhverfismerki Evrópubandalagsins, Blómið. Með reglugerðinni eru skilyrði fyrir notkun umhverfismerkjanna lögfest t.d. eru þau skilyrði tilgreind sem framleiðendum, innflytjendum og umboðsaðilum umhverfismerktrar vöru ber að fara eftir. Um umhverfismerkin gilda breytilegar viðmiðunarreglur fyrir hvern vöru- og þjónustuflokk. Veiting leyfis ...

Gífurleg gróska á sér stað í íslenskri hönnun um þessar mundir. Margir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna með einum eða öðrum hætti. Síðan að Listaháskóli Íslands tók til starfa, hefur verið starfrækt vöruhönnunardeild sem fætt hefur af sér marga góða hönnuði, þ.á.m. Óðinn B. Björgvinsson sem útskrifaðist á síðasta ári sem vöruhönnuður frá LHÍ. Eitt af lokaverkefnum Óðins ...

Í nýjastu tölublaði tímaritsins Newsweek eru grænar lausnir og aðferðafræði aðalmálið. Bandaríkjamenn hafa tekið umhverfismálin upp á sína arma. Umhverfisvæn hönnun, uppfynningar og lífsstíll eru nú „það heitasta“. Græna bylgjan er mótsvar við sofandahætti stjórnvalda á sviði orku- og umhverfisverndarmála um áratuga skeið og hinn almenni ameríkani sér ástæðu til að taka á málunum nú, enda ekki undir huliðshjálmi lengur ...

Íslenski bærinn - Rannsóknar- og kennslumiðstöð er nú að rísa að Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa.

Íslenski bærinn - Rannsóknar- og kennslumiðstöð er nú að rísa að Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Hugmyndafræðingar og framkvæmdaraðilar eru hjónin Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir. Þau hafa nú um 20 ára skeið staðið að uppbyggingu torfbæjanna sem stóðu á bæjarhól Austur-Meðalholts en þegar hafist var ...

Dagana 21. - 31. júli verða haldnir Fjölskyldudagar Íslandsvina við Snæfell.
Tilgangur daganna er að gefa fólki kost á að upplifa stórkostlega náttúru Kárahnjúkasvæðisins fyrir þann tíma sem áformað er að fylla Hálslón.
Fjölskyldudagarnir hefjast með dagsferð um svæðið sem fer undir vatn þegar/ef Hálslón verður fyllt. Skipuleggjandi göngunnar er Ásta Arnardóttir en hún er löngu þjóðkunn fyrir skipulagðar ferðir ...

Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.

Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.
Bóndabýlin þekku
bjóða vini til,
hátt und hlíðarbrekku,
hvít með stofuþil.

Léttfædd lömbin þekku
leika mæðrum hjá,
sæll úr sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
Kveður lóu kliður,
kyrrlát unir hjörð.
Indæll er þinn friður,
ó, mín fósturjörð ...

Sýningin Að byggja og búa í sátt við náttúruna sem nú stendur yfir í Sesseljuhúsi að Sólheimum, er frumverk ný skipaðs forstöðumanns hússins, Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur umhverfisstjórnunarfræðings. Sýningin lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn en þegar nánar er að gáð er hún ákaflega vel heppnuð framsetning á flóknum fræðum, þar sem viðmið þau sem unnið er eftir í hugtakinu ...
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fyrir hönd samtakanna, skorar á iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, að lýsa stuðningi sínum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Segir Árni að þar með væri tekin af öll tvímæli um að Norðlingaölduveita sé úr sögunni og að verin fái þá vernd sem þeim ber. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna ...

Í Laugarási í Biskupstungum reka hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir Garðyrkjustöðina Akur sem sérhæfir sig í lífrænni ræktun grænmetis. Framleiðslan samanstendur af gúrkum tómötum, papriku, og chile-pipar. Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Starfsemin er vottuð lífræn af vottunarstofunni Tún. Sölu- ...

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Messages: