Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, skrifar reglulega „orð dagsins“, en þar bendir Stefán á það sem hæst ber í sjálfbærri þróun, og umhverfisgeiranum þá stundina s.s. nýjungar, umhverfisvænar lausnir o.m.fl. Í dag fjalla orð dagsins um Fujitsu Siemens Lifebook C1410 sem er fyrsta fartölvan í heiminum sem fær leyfi til að bera norræna umhverfismerkið Svaninn.
Nú stendur yfir sérstök barnavika hjá dönsku umhverfismerkingaskrifstofunni og eru orð dagsins frá í fyrradag helguð henni. Í tilefni af barnavikunni verða því orð þessarar viku helguð umhverfismerkingum, sem eru jú vel að merkja einfaldasta og aðgengilegasta tækið sem neytendur hafa til að velja vörur sem skaða umhverfið minna en aðrar vörur til sömu nota.
-
Myndin er af vef Staðardagskrá 21.

Birt:
Oct. 11, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Orð dagsins - Staðardagskrá 21“, Náttúran.is: Oct. 11, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/19/stadardagskra21/ [Skoðað:Dec. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 2, 2007

Messages: