Græna gangan

Náttúran.is
producer

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“  Segir í ...


Related content

Græningjar úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins flykktust að Hlemmi uppúr hádegi í dag til að taka þátt í „grænu göngunni“ sem náttúruverndarsamtök landsins höfðu boðað til. Tilefnið var að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar. Þúsund grænir fánar kláruðust fljótt í byrjun göngunnar enda göngumenn a.m.k. fimm sinnum fleiri en fánarnir. Gangan líðaðist friðsamlega í grænni litadýrð niður Laugaveginn og beygði að Austurvelli þegar rauða ganga ASÍ sem á undan gekk fór beinustu leið að Ingólfstorgi. 

Græna gangan var a.m.k. þrisvar sinnum stærri og það lá í loftinu að græni bylgjan hefur ekki enn náð eyrum verkalýðsforystunnar sem krefst stóriðjustefnu af öllum ríkisstjórnum, kosningar eftir kosningar. Þar af leiðandi hefur orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli verkalýðsforystunnar og náttúruverndarsinna, það verðum við að horfast í augu við. Krafan um ný störf er allt önnur en krafan um stóriðjustefnu og bólustörf við virkjanir og byggingar álvera enda er umhverfishreyfingin á þeirri línu að græn og skapandi störf séu framtíðin og þau einu sem eru í takt við sjálfbæra þróun. Ekki svo að skilja að grænu göngunni hafi verið stefnt gegn göngu verkalýðsins því svo var ekki, heldur varð að nota þennan dag, þennan frídag, milli kosninga og stjórnarmyndunar, til að minna á mikilvægi náttúruverndar á næstu árum. 

Græningjar úr öllum flokkum hafa aðeins eina sameiginlega kröfu og hún er að náttúran verði í fyrsta sæti við myndun nýrrar ríkisstjórnar og við stjórn landsins á kjörtímabilinu og minna á að ekkert verður gefið eftir í því efni, ekki millimeter, enda er náttúran forsenda lífsins á Jörðinni og lífsins í landinu.

Tengd myndbönd:

Græna gangan
Græna gangan


Birt:
May 1, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Einar Bergmundur „Fyrsta græna maí gangan“, Náttúran.is: May 1, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/05/02/fyrsta-graena-mai-gangan/ [Skoðað:Dec. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 2, 2013
breytt: May 3, 2013

Messages: