Ógnin sem stafar af loftslagsbreytingum er eitt aðalviðfangsefnl Avaaz samtakanna sem standa fyrir uppákomum og undirskriftasöfnunum og hvetja til þátttöku sem flestra til að berjast fyrir agðerðum „með“ loftslaginu.

Á mánudaginn er blásið til „Climate wake-up call“ eða vitundarvakningar um lofslagsmál. Næstum alls staðar í heiminum er blásið til aðgerða.

Það er ekki lengra síðan en janúar 2007 að margir helstu þjóðarleiðtogar heimsin neituðu að viðurkenna hlýnun jarðar af völdum loftslagsbreytinga svo Avaaz samtökin hrintu af stað herferð undir titlinum  "climate wake-up call" TV ad í fjórum heimsálfum, sem í kjölfarið varð að margra ára herferð fyrir því að Kyoto bókuninni yrði fylgt eftir með enn sterkari bókun til varnar loftslaginu. Allar götur síðan hefur Avaaz komið milljónum undirskrifta á framfæri til leiðtoga heimsins, þ.á.m. umhverfisráðherra G8 ríkjanna, þingmanna í bandaríska þinginu, leiðtoga Brasilíu, Þýskalands og til japanska forsætisráðherrans  Yasuo Fukuda fyrir Hokkaido G8 leiðtogafundinn.

Nú eru 78 dagar til CP15 lofslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn þar sem þjóðir heims verða að koma sér saman um áframhaldandi og sterkari lofslagsstefnu fyrir heiminn allan.

1500 atburðir hafa þegar verið skráðir um allan heim. 5 atburðir hafa verið skráðir á Íslandi til þessa og fólk er hvatt til að efna til samkoma til að efla samkenndina á mánudaginn. Sjá nánar á avaaz.org.

Birt:
18. september 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vöknum til vitundar um loftslagsmál“, Náttúran.is: 18. september 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/09/18/voknum-til-vitundar-um-loftslagsmal/ [Skoðað:20. janúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. september 2009

Skilaboð: