Tónlist og myndefni á geisladiskum endast ekki eins lengi og við kannski teljum okkur trú um. Geymsla tónlistar og myndefnis á hörðum diskum eru heldur ekki nein framtíðarlausn. Skjalageymslur eru í raun allar ótryggar gegn tímans tönn.

Vínylplötunum gömlu má segja til hróss að þær duga lengur en geisladiskar ef þær verða ekki fyrir beinu hnjaski. Það er því blekking ein að telja sér trú um að verið sé að fjárfesta fyrir lífið þegar keypt er margmiðlunarefni eða tónlist á geisladiskum.

Birt:
25. júní 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tónlist og myndir“, Náttúran.is: 25. júní 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/06/25/tnlist-myndir/ [Skoðað:18. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. maí 2014

Skilaboð: