Hér í vefversluninni, á Náttúrumarkaðinum, er úrval af Svansmerktum rekstrarvörum sem fyrirtækið Servida flytur inn.

Markmiðið með Svaninum, Norræna umhverfismerkinu, er að auðvelda þér og öðrum neytendum að velja vörur sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Kröfur Svansins miðast við allan lífsferil vörunnar/þjónustunnar, frá vöggu til grafar. Það þýðir að áhrif vörunnar eru metin allt frá hráefni til úrgangs, og miðast kröfur Svansins við að lágmarka umhverfisálag vegna vörunnar. Það getur verið flókið mál að meta umhverfisáhrif vara og finna þá umhverfisvænstu. Svanurinn einfaldar málið og auðveldar þér að skapa betri framtíð!

Í hreinlætisvörudeildinni finnur þú allar Svansmerktu vörurnar okkar, þ.á.m. vörur til rekstursins s.s. handýurrkurúllur, Katrin M tork, handýurrkurúllur, Katrin S tork, og Katrin Non Stop pappírshandýurrkur. Með því að nota umhverfisvottaðar hreinslætisvörur ert þú að taka virkan þátt í því að umhverfisáhrif af hreinlætinu í þínu fyrirtæki séu eins lítil og mögulegt er. Með því að hvetja starfsfólk til að nota hreinlætisvörur og pappírsvörur sparlega ert þú að enn frekar að minnka umhverfisáhrifin.

Skoða allar vörur í hreinlætisvörudeildinni
.
Skoðaðu meira um hreinlætisvörur og umhverfisáhrif þeirra hér í baðherberginu.
Sjá viðmiðunarreglur Svansins.

Myndin er af Svansmerktu pappírsvörurnum á Náttúrumarkaði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. nóvember 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Svansmerktur rekstrarpappír á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 14. nóvember 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/01/08/svansmerktur-rekstrarpappir-nu-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. janúar 2008
breytt: 14. nóvember 2008

Skilaboð: