Hvað má fara í tunnuna?
Í bláu tunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, markpóst og annan prentpappír auk þess má setja fernur, umbúðapappír, sléttan pappa og karton frá og með 1. febrúar 2009. Bláu tunnurnar eru sömu stærðar og svörtu og grænu heimilistunnurnar.

Hvað kostar bláa tunna?
Verð fyrir bláu tunnuna er 7.400 kr. á ári. Tunnan er eign borgarinnar og leiguverð innifalið í árlegu sorphirðugjaldi fyrir tunnuna.

Hvernig er losun háttað?
Bláu tunnurnar eru losaðar á þriggja vikna fresti. Þar sem mikill markpóstur er í umferð um jól og áramót er aukalosun í desember og heildarfjöldi losanna á ári því 18. Tunnurnar eru sóttar inná lóðir íbúa við losun líkt og svörtu og grænu heimilistunnurnar. Ef tunnan er höfð í læstri sorpgeymslu þarf að koma lykli að geymslunni til Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sem kemur honum áfram til losunaraðila.

Panta bláu tunnuna: sorphirda@reykjavik.is.

Birt:
25. apríl 2008
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Bláa tunnan“, Náttúran.is: 25. apríl 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/05/07/blaa-tunnan/ [Skoðað:17. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2008
breytt: 19. júní 2012

Skilaboð: