Food not bombs (Matur en ekki sprengjur) eru samtök sem eiga sér 30 ára sögu og eru í stöðugum vexti um allan heim. Hundruðir óháðra deilda gefa jurtafæði til sveltandi fólks og berjast um leið gegn fátækt og stríðsrekstri. Food not bombs eru ekki góðgerðasamtök í klassískum skilningi þess hugtaks.

Þessi sterku grasrótarsamtök eru virk í Ameríku, Evrópu, Afríku, Mið-Austurlöndum, Asíu og Ástralíu. Food not bombs dreifir matvælum og útbreiðir friðarhugsjónina að í Írak, Afganistan og í Palestínu.

Hópur sem starfar í anda Food not bombs hefur verið starfandi hér á landi frá því „fyrir kreppu“ eða frá apríl 2008. Hópurinn gefur mat á Lækjartorgi á hverjum laugardegi kl. 14:00. „Matur ekki ríkisstjórn“ stendur á fána við borð þar sem vegfarendum var boðið upp á heita súpu, daginn sem þessi mynd var tekin þ. 1. nóvembar sl.

Sjá nánar um hvernig samtökin starfa á vef samtakanna. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
1. febrúar 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matur en ekki sprengjur“, Náttúran.is: 1. febrúar 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/02/01/matur-en-ekki-sprengjur/ [Skoðað:20. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: