Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm sem annars sjást á þessum tíma voru ekki sýnileg, ekki komin í blóma. Einu blómstrin sem við sáum í fjallinu voru nokkrar gullmurur, þúfusteinsbrjótur og örfáar blóðkollur og skriðsóleyjar. Neðar, í túnfætinum við fjallið var nóg af fíflum og skriðsóleyjum í blóma, einn fjalldalafífill og þrjár hrafnaklukkur.

Bláberjalyng o.fl. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér kemur skýrsla frá blómagöngunni í Ingólfsfjalli þ. 14. júní 2015. Jurtir sem við fundum voru eftirfarandi, fyrir utan grös sem við reyndum ekki að greina, latnesk heiti eru skáletruð:

  1. Túnfífill [Taraxacum spp.]
  2. Njóli [Rumex longifolius]
  3. Krækilyng [Empetrum nigrum]
  4. Bláberjalyng [Vaccinium uliginosum]
  5. Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]
  6. Túnsúra [Rumex acetosa]
  7. Skriðsóley [Ranunculus repens]
  8. Ilmreyr [Anthoxantum odoratum]
  9. Maríustakkur [Alchemilla vulgaris]
  10. Ljónslappi [Alchemilla alpina]
  11. Gullmura [Potentilla crantzii]Rjúpnalauf. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.
  12. Klóelfting [Equisetum arvense]
  13. Lófótur [Hippuris vulgaris]
  14. Fergin [Equisetum fluviatile]
  15. Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]
  16. Hundasúra [Rumex acetosella]
  17. Þúfusteinsbrjótu [Saxifraga caespitosa]
  18. Blóðkollur [Sanguisorba officinalis]
  19. Hrafnaklukka [Cardamine nymanii]
  20. Rjúpnalauf (Holtasóley) [Dryas octopetala]
  21. Fjalldalafífill [Geum rivale]

Tré og runnar:

  1. Birki /Ilmbjörk (fá) [Betula pubescens]
  2. Fjalldrapi (1) [Betula nana]
  3. Víðir (nokkuð) [Salix sp.]
  4. Rifs (1) [ibes sativum]
  5. Loðvíðir (gríðarlega útbreyddur) [Salix lanata]
  6. Reyniviður (þónokkuð) [Sorbus aucuparia Linne]

Annað:

  1. Skófir (margar tegundir og útbreyddar)
  2. Fléttur (margar tegundir og útbreyddar)
  3. Mosi (margar tegundir og útbreyddur)
Birt:
15. júní 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur hinna villtu blóma í Ingólfsfjalli“, Náttúran.is: 15. júní 2015 URL: http://natturan.is/d/2015/06/15/dagur-hinna-villtu-bloma-i-ingolfsfjalli/ [Skoðað:23. ágúst 2017]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júní 2015

Skilaboð: