Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku.

Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til kynna hve orkufrekur ísskápurinn er. Því minni ísskáp sem þú kemst af með því betra. Munið að hafa ísskápinn ekki opinn að óþörfu.

Nokkur góð ráð varðandi ísskápinn:

 • Gæta skal þess að ísskápurinn sé rétt stilltur ( 4 °C).
 • Gæta skal þess að ísskápurinn leki ekki.
 • Gæta skal þess að ísskápurinn sé hreinn að innan sem utan.
 • Fullur ísskápur sparar orku.
 • Ekki er æskilegt að setja eldavélina við hliðina á ísskápnum.
 • Ekki er ráðlegt að vera með ísskápinn nálægt ofni eða eldavél.
 • Geyma skal kjöt og fisk neðst í kæliskápnum. Þar er kaldast.
 • Ávexti og grænmeti má setja efst í ísskápinn.
 • Afþýða skal frosinn mat í ísskápnum. Það sparar orku.
 • Afísa skal frystinn í ísskápnum reglulega. 5 mm þykkt íslag eykur orkunotkun um 30%.
 • Þurrka skal burt rykið á bakvið ísskápinn. Það sparar orku.
 • Gæta skal þess að næg loftræsting sé bak við og fyrir ofan ískápinn.
 • Ekki er ráðlegt að setja heita matarafganga inn í ískáp, betra er að láta matinn kólna áður en hann er settur inn. Það sparar orku og heldur matnum ferskari.
Birt:
20. febrúar 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ísskápur“, Náttúran.is: 20. febrúar 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/06/21/sskpur/ [Skoðað:16. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: