Vistvæn innkaup snúast um að velja þá vöru sem er síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna samanborið við aðrar vörur sem uppfylla sömu þörf og samtímis bera sama eða lægri líftímakostnað.

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru einföld og hjálpa til að nálgast markmiðið, það er að velja bestu vöruna út frá sjónarmiði heilsu, umhverfis og jafnvel félagslegum aðstæðum sem í daglegu tali eru nefnd sjálfbær þróun.

Hér í láréttu röðinni sérð þú táknmyndir fyrir viðmiðin og í lóðrettu röðinni táknmyndir ýmissa vörutegunda. Ef þú opnar flipann „Viðmið“ hér til hægri á síðunni og smellir á þessi tákn getur þú lesið þig til um hvert viðmið og vörutegund fyrir sig auk þess sem að auðvelt er að sjá hvaða viðmið eiga við hverja vörutegund þar sem viðeigandi viðmið eru sýnileg í láréttu línunni út frá vörunni.
Viðmiðin eru: Orka, eldsneyti, vatnsnotkun, ofnæmi, hættuleg efni / tilbúin efni, þungmálmar, öryggisblað, umhverfismerkingar, sanngirnisvottun, vinnuumhverfi og endurvinnsla.

Eitt eða fleiri af þessum viðmiðum eiga að meira eða minna leiti við um hverja einustu vöru. Um leið og við gerum okkur grein fyrir því eftir hverju þarf að leita til að velja vistvænstu vöruna verða vistvæn innkaup leikur einn.

En eins og með allt annað þá skapar æfingin meistarann. Jörðin okkar þolir ekki lengur þá rányrkju og vanvirðingu sem henni er sýnd í dag.

Tökum höndum saman og stundum vistvæn innkaup!

Grafík: Íkon fyrir Vistvæn innkaup og útskýringamynd sem sýnir hvernig tólið virkar. Guðrún Tryggvadóttir, Signý Kolbeinsdóttir og Einar Bergmundur ©Náttúran.is.

Birt:
14. nóvember 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tökum höndum saman og stundum vistvæn innkaup!“, Náttúran.is: 14. nóvember 2013 URL: http://natturan.is/d/2009/03/31/tokum-hondum-saman-og-stundum/ [Skoðað:21. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. mars 2009
breytt: 14. nóvember 2013

Skilaboð: