Náttúran.is kynnir nýja taupoka sem framleiddir hafa verið til að minnka plastpokanotkun og upphefja náttúruna og græn gildi. „Nature.is love“ taupokarnir eru af gerðinni EarthPositive® sem er verðlaunuð lífræn og loftslagsvæn framleiðsla* með mynd af Náttúru-konu í íslenskri náttúru.

Pokarnir eru af tveimur gerðum og litum, annars vegar óbleiktur innkaupa- taupoki og hins vegar þykkari grænn taupoki, Taupokarnir fást hér á vefnum og í ITA versluninni í Geysishúsinu, Aðalstræti 2 í Reykjavík. Sjá óbleikta innkaupa taupokann og græna taupokann.

Hvað er EarthPositive?

EarthPositive®er byltingarkennd græn vefnaðarvörulína þar sem kolefnisfótspor framleiðslunnar er í algeru lágmarki.

Hvorki meira né minna en sjö vottanir staðfesta háleit markmið og vel heppnaða útfærslu „minna umhverfisskaðlegrar framleiðslu“ en þekkst hefur hingað til í vefnaðariðnaðinum. 100% lífræn- og sanngirnisvottuð framleiðsla, en ekki síst, framleitt eingöngu með sjálfbærri vind- og sólarorku. Framleiðslunni er dreift af kolefnisjöfnuðum vöruhúsum og skrifstofum í London sem nota eingöngu endurnýjanlega græna raforku. EarthPositive® flytur aðeins með skipum landa á milli og notar ekki flugfrakt því þó að skipaflutningar geti ekki talist umhvefisvænir verða mun neikvæðari umhverfisáhrif af völdum flugvéla. Allt er því gert til að framleiðsla, dreifing og öll viðskipti með vöruna valdi sem minnstum umhverfisskaða.

EarthPositive® vefnaðarvörulínan kynnir Carbon Trust vottun en hún staðfestir þá kolefnislosun sem framleiðslan veldur, í þessu tilviki á bómullarfatnaði. Carbon Trust loftslagsvottunin er ein sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Vottað er að kolefnislosun framleiðslu og dreifingu á einum EarthPositive® bol:
Dömubolur 576g, herrabolur 671g.

*Vinningshafi „Best Organic Textile Product“ The Soil Associations Natural and Organic Awards 2009.

Birt:
5. ágúst 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Loftslagsvænir ástarpokar Náttúrunnar“, Náttúran.is: 5. ágúst 2010 URL: http://natturan.is/d/2009/09/25/nytt-loftslagsvaenir-astarpokar-natturunnar/ [Skoðað:21. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. september 2009
breytt: 13. nóvember 2011

Skilaboð: