Björk og blaðamennirnirBjörk svaraði Ross Beaty aftur á Grapevine í dag. Sjá greinina „We shouldn't Complete this Deal“.

Punktar af því sem að á undan er gengið:

Í framhaldi af blaðamannafundi um undirskriftarsöfnun á orkuaudlindir.is sem Björk og félagar hrintu úr vör í Norræna húsinu á á mánudaginn hefur Ross Beaty forstjóra Magma Energy Canada reynt að fá Björk til fylgilags við sig með því að bjóða henni persónulega að kaupa 25% hlut af Magma á kostnaðarverði. Sjá greinina „Björk segir forstjóra Magma reyna að kaupa sig með hlutabréfum“. Björk svaraði Ross Beaty fullum hálsi. Sjá greinina „You Totally Miss My Point“ og hann henni aftur á Grapevine í dag. Sjá „Letter to the Editor: The Grapevine“.

Í grein á Grapevine frá 21. maí sl. er lygavefur Ross Beaty afhjúpaður og vitnað í hans eigin orð í tímaröð. Greinin er á ensku en fólk er hvatt til að lesa greinina og mynda sér sína eigin skoðun á því hvort að orð Ross Beaty í dag skuli taka trúanleg. Sjá greinina: Magma Energy Lied To Us.

Myndin er tekin í Norræna húsinu á mánudaginn þ. 19. júlí sl. þar sem Björk les upp tilkynningu fyrir hóp blaðamanna. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
23. júlí 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Björk og Ross Beaty skrifast á“, Náttúran.is: 23. júlí 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/07/23/bjork-og-ross-beaty-skrifast/ [Skoðað:18. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. júlí 2010

Skilaboð: